Gestirnir frá Vestmannaeyjum leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og unnu á endanum þriggja marka sigur í leik sem var nokkuð jafn frá upphafi til enda.
Embla Steindórsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 9 mörk. Þar á eftir kom Anna Karen Hansdóttir með 4 mörk. Í markinu varði Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7 skot.
Í liði Eyjakvenna var Birna Berg Haraldsdóttir með 8 mörk á meðan Dagbjört Ýr Ólafsdóttir skoraði 4 mörk. Í markinu varði Marta Wawrzykowska 9 skot.
ÍBV er nú með 5 stig í 4. sæti á meðan Stjarnan er með 2 stig í 6. sæti.