Úmbarassa-sa Sævar Helgi Lárusson skrifar 7. október 2024 08:33 Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég þyrfti út í bíltúr þá er umferdin.is vefurinn elsku besti vinurinn Jæja góðir landsmenn, þá er vetur konungur handan hornsins. Þá veður verða válynd. Sumir myndu nú kannski halda því fram að hann hafi aldrei almennilega vikið fyrir sumrinu síðastliðið vor, en látum það liggja milli hluta. Við hjá Vegagerðinni erum á fullu þessa dagana að skipuleggja komandi vetrarþjónustuvertíð, festa snjóruðningstennur á vörubílana og hífa saltkassana á. Þetta eru tæki, sem vegfarendur ættu að sýna óttablandna virðingu. Þau geta verið illvíg í áflogum, og ljóst hver tapar ef til áreksturs kemur. Gefum þeim gott pláss til að athafna sig. Dólum bara á eftir tækinu á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Munum bara að hafa gott bil. Stjórnun þessara vetrarþjónustækja er bæði flókin og útsýnið oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar eða við það að verða slæmar. Við sem hér á landi búum og dveljum þurfum að lifa með því veðri sem almættið velur fyrir okkur, og það skiptir ört um skoðun. Mig langar að minna á nokkur góð atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er um vegi landsins að vetri til. Fylgjumst vel með veðurspá og veðurathugunum. Búum okkur vel, verum á góðum dekkjum sem henta aðstæðum hverju sinni. Hægjum á okkur. Veitum snjóruðningstækjum svigrúm til athafna. Betra er að fresta för einu sinni of oft en að vaða út í vondar aðstæður. Síðast en ekki síst leitið upplýsinga á umferdin.is eða í síma 1777 áður en lagt er í hann. Eflaust má lengi bæta þennan lista, en það er von mín að allir setji öryggið á oddinn í vetur og við sem sinnum vetrarþjónustu komumst klakklaust frá verki. Því miður eru óhöpp og slys nokkuð tíð í tengslum við þessa þjónustu enda vandasamt verk að halda vegum opnum og öruggum í stormasömu landi. Góð samvinna allra vegfarenda er forsenda öruggra samgangna. Ljúkum þessu á ljúfum línum skáldsins og raulum með. Þarna sé ég hálkublettÞá vetrardekkin undir setAnnars get ég bílinn klesstog runnið milli akreinaSkilurðu hvað ég meina? Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Samgöngur Vegagerð Veður Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég þyrfti út í bíltúr þá er umferdin.is vefurinn elsku besti vinurinn Jæja góðir landsmenn, þá er vetur konungur handan hornsins. Þá veður verða válynd. Sumir myndu nú kannski halda því fram að hann hafi aldrei almennilega vikið fyrir sumrinu síðastliðið vor, en látum það liggja milli hluta. Við hjá Vegagerðinni erum á fullu þessa dagana að skipuleggja komandi vetrarþjónustuvertíð, festa snjóruðningstennur á vörubílana og hífa saltkassana á. Þetta eru tæki, sem vegfarendur ættu að sýna óttablandna virðingu. Þau geta verið illvíg í áflogum, og ljóst hver tapar ef til áreksturs kemur. Gefum þeim gott pláss til að athafna sig. Dólum bara á eftir tækinu á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Munum bara að hafa gott bil. Stjórnun þessara vetrarþjónustækja er bæði flókin og útsýnið oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar eða við það að verða slæmar. Við sem hér á landi búum og dveljum þurfum að lifa með því veðri sem almættið velur fyrir okkur, og það skiptir ört um skoðun. Mig langar að minna á nokkur góð atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er um vegi landsins að vetri til. Fylgjumst vel með veðurspá og veðurathugunum. Búum okkur vel, verum á góðum dekkjum sem henta aðstæðum hverju sinni. Hægjum á okkur. Veitum snjóruðningstækjum svigrúm til athafna. Betra er að fresta för einu sinni of oft en að vaða út í vondar aðstæður. Síðast en ekki síst leitið upplýsinga á umferdin.is eða í síma 1777 áður en lagt er í hann. Eflaust má lengi bæta þennan lista, en það er von mín að allir setji öryggið á oddinn í vetur og við sem sinnum vetrarþjónustu komumst klakklaust frá verki. Því miður eru óhöpp og slys nokkuð tíð í tengslum við þessa þjónustu enda vandasamt verk að halda vegum opnum og öruggum í stormasömu landi. Góð samvinna allra vegfarenda er forsenda öruggra samgangna. Ljúkum þessu á ljúfum línum skáldsins og raulum með. Þarna sé ég hálkublettÞá vetrardekkin undir setAnnars get ég bílinn klesstog runnið milli akreinaSkilurðu hvað ég meina? Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun