Hvetjum samstarfsfólkið til að fara í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 7. október 2024 13:32 Nú er Bleikur október genginn í garð en tilgangur hans er að vekja almenning til vitundar um brjóstakrabbamein. Brjóstakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að skima fyrir og þannig má greina sjúkdóminn áður en einkenni gera vart við sig. Á Íslandi hefur verið sýnt fram á að reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini lækkar dánartíðni af völdum hans um 30-40% En eins og flestir vita þá stendur konum einnig til boða skimun fyrir leghálskrabbameini. Þar er ávinningurinn af reglubundinni skimun enn meiri. Reglubundin skimun fækkar tilfellum um allt að 90% og því til mikils að vinna að mæta í skimun. Boðið hefur verið upp á skimun fyrir bæði brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini í áratugi en nú hefur sú neikvæða þróun orðið að þátttaka í skimunum hefur dregist saman. Það er gríðarmikið hagsmunamál fyrir konur að koma í skimun þegar boð berst frá okkur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Við tökum sérstaklega eftir því að konur með erlent ríkisfang koma síður í skimun. Ef skoðuð er þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini þá var þátttaka kvenna með erlent ríkisfang aðeins 27% árið 2023 á meðan þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang slagaði hátt í 72%. Okkar viðmið er að ekki færri en 75% mæti í skimanir. Það er því ljóst að við þurfum að gera mun betur til þess auka þátttöku kvenna með erlent ríkisfang í krabbameinsskimunum. Hvers vegna koma erlendar konur síður í skimun? Auðvitað liggur beint við að spyrja konur með erlent ríkisfang hvers vegna þær koma ekki í skimun. Í sumum tilvikum er skýringin tungumálaörðugleikar, stundum er það vanþekking á kerfinu og skortur á upplýsingum. Sumar nefna kostnað við skimanir og áberandi fjöldi nefnir að þær treysti sér ekki til að óska eftir leyfi frá vinnuveitendum til að fara í skimun. Allar konur eiga rétt á að skreppa í skimun á vinnutíma, en margar konur með erlent ríkisfang virðast óttast neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnustað ef þær nýta sér þann rétt. Til þess að koma til móts við þennan hóp kvenna hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ákveðið að bjóða upp á síðdegisopnun í leghálssýnatökur í tilraunaskyni. Opið verður á fimmtudögum milli klukkan 15 og 17 á tímabilinu 17. október til 21. nóvember á eftirtöldum heilsugæslustöðvum: Heilsugæslan Árbæ Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan Miðbæ Heilsugæslan Seltjarnarnesi Heilsugæslan Sólvangi Hjá heilsugæslunni sjá ljósmæður um sýnatökur og kostnaður er aðeins 500 krónur. Aukið aðgengi og minni hindranir Í mars síðastliðnum fóru heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu að bjóða konum að mæta í opið hús í leghálssýnatökur án þess að hafa bókað sér tíma. Hlutfallslega fleiri erlendar konur nýta sér þennan möguleika en íslenskar. Þetta er því ein leið til að auka aðgengi og draga úr hindrunum sem geta falist í því að bóka sér tíma ef tungumálaerfiðleikar eru fyrir hendi. Þessu fyrirkomulagi verður haldið áfram en konur geta eftir sem áður bókað sér tíma, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að konur fá boð um að koma í sýnatöku fyrir leghálskrabbameini. Þegar boðið berst er tilvalið að bóka tíma á hentugri heilsugæslustöð, eða mæta í opið hús þegar hentar. Sama gildir um skimun fyrir brjóstakrabbameini. Boð berst frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og þá er konum boðið upp á að panta tíma í skimun hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans. Reynum að ná til sem flestra kvenna Við hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sendum boðsbréf í skimanir á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Þá hörfum við látið vinna veggspjöld á þessum þremur tungumálum til að benda á mikilvægi skimana sem ætlunin er að dreifa á vinnustaði og víðar. Þá er unnið að gerð fræðsluefnis sem verður meðal annars ætlað erlendum konum. Það er ljóst að við þurfum að gera betur til þess að auka þátttöku erlendra kvenna í krabbameinsskimunum. Krabbameinsskimanir skipta gríðarmiklu fyrir einstaklingana, en þær leiða einnig af sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Heilsugæslan kappkostar að koma til móts við konur eins og sjá má á þeim aðgerðum sem taldar hafa verið upp en samfélagið í heild þarf að taka höndum saman og hvetja konur til þátttöku. Í ljósi þess að erlendar konur veigra sér við því að óska eftir leyfi hjá vinnuveitendum til þess að mæta í krabbameinsskimanir þá vil ég beina því til stjórnenda fyrirtækja að hvetja sitt starfsfólk, hvort sem það eru íslenskar eða erlendar konur, til þátttöku í krabbameinsskimunum. Það sendir út jákvæð skilaboð til þeirra um að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd. Þá hvetjum við fólk til að ræða skimanir við samstarfsfólkið á sínum vinnustöðum og minna á þetta mikilvæga forvarnarverkefni. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nú er Bleikur október genginn í garð en tilgangur hans er að vekja almenning til vitundar um brjóstakrabbamein. Brjóstakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að skima fyrir og þannig má greina sjúkdóminn áður en einkenni gera vart við sig. Á Íslandi hefur verið sýnt fram á að reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini lækkar dánartíðni af völdum hans um 30-40% En eins og flestir vita þá stendur konum einnig til boða skimun fyrir leghálskrabbameini. Þar er ávinningurinn af reglubundinni skimun enn meiri. Reglubundin skimun fækkar tilfellum um allt að 90% og því til mikils að vinna að mæta í skimun. Boðið hefur verið upp á skimun fyrir bæði brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini í áratugi en nú hefur sú neikvæða þróun orðið að þátttaka í skimunum hefur dregist saman. Það er gríðarmikið hagsmunamál fyrir konur að koma í skimun þegar boð berst frá okkur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Við tökum sérstaklega eftir því að konur með erlent ríkisfang koma síður í skimun. Ef skoðuð er þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini þá var þátttaka kvenna með erlent ríkisfang aðeins 27% árið 2023 á meðan þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang slagaði hátt í 72%. Okkar viðmið er að ekki færri en 75% mæti í skimanir. Það er því ljóst að við þurfum að gera mun betur til þess auka þátttöku kvenna með erlent ríkisfang í krabbameinsskimunum. Hvers vegna koma erlendar konur síður í skimun? Auðvitað liggur beint við að spyrja konur með erlent ríkisfang hvers vegna þær koma ekki í skimun. Í sumum tilvikum er skýringin tungumálaörðugleikar, stundum er það vanþekking á kerfinu og skortur á upplýsingum. Sumar nefna kostnað við skimanir og áberandi fjöldi nefnir að þær treysti sér ekki til að óska eftir leyfi frá vinnuveitendum til að fara í skimun. Allar konur eiga rétt á að skreppa í skimun á vinnutíma, en margar konur með erlent ríkisfang virðast óttast neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnustað ef þær nýta sér þann rétt. Til þess að koma til móts við þennan hóp kvenna hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ákveðið að bjóða upp á síðdegisopnun í leghálssýnatökur í tilraunaskyni. Opið verður á fimmtudögum milli klukkan 15 og 17 á tímabilinu 17. október til 21. nóvember á eftirtöldum heilsugæslustöðvum: Heilsugæslan Árbæ Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan Miðbæ Heilsugæslan Seltjarnarnesi Heilsugæslan Sólvangi Hjá heilsugæslunni sjá ljósmæður um sýnatökur og kostnaður er aðeins 500 krónur. Aukið aðgengi og minni hindranir Í mars síðastliðnum fóru heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu að bjóða konum að mæta í opið hús í leghálssýnatökur án þess að hafa bókað sér tíma. Hlutfallslega fleiri erlendar konur nýta sér þennan möguleika en íslenskar. Þetta er því ein leið til að auka aðgengi og draga úr hindrunum sem geta falist í því að bóka sér tíma ef tungumálaerfiðleikar eru fyrir hendi. Þessu fyrirkomulagi verður haldið áfram en konur geta eftir sem áður bókað sér tíma, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að konur fá boð um að koma í sýnatöku fyrir leghálskrabbameini. Þegar boðið berst er tilvalið að bóka tíma á hentugri heilsugæslustöð, eða mæta í opið hús þegar hentar. Sama gildir um skimun fyrir brjóstakrabbameini. Boð berst frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og þá er konum boðið upp á að panta tíma í skimun hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans. Reynum að ná til sem flestra kvenna Við hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sendum boðsbréf í skimanir á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Þá hörfum við látið vinna veggspjöld á þessum þremur tungumálum til að benda á mikilvægi skimana sem ætlunin er að dreifa á vinnustaði og víðar. Þá er unnið að gerð fræðsluefnis sem verður meðal annars ætlað erlendum konum. Það er ljóst að við þurfum að gera betur til þess að auka þátttöku erlendra kvenna í krabbameinsskimunum. Krabbameinsskimanir skipta gríðarmiklu fyrir einstaklingana, en þær leiða einnig af sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Heilsugæslan kappkostar að koma til móts við konur eins og sjá má á þeim aðgerðum sem taldar hafa verið upp en samfélagið í heild þarf að taka höndum saman og hvetja konur til þátttöku. Í ljósi þess að erlendar konur veigra sér við því að óska eftir leyfi hjá vinnuveitendum til þess að mæta í krabbameinsskimanir þá vil ég beina því til stjórnenda fyrirtækja að hvetja sitt starfsfólk, hvort sem það eru íslenskar eða erlendar konur, til þátttöku í krabbameinsskimunum. Það sendir út jákvæð skilaboð til þeirra um að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd. Þá hvetjum við fólk til að ræða skimanir við samstarfsfólkið á sínum vinnustöðum og minna á þetta mikilvæga forvarnarverkefni. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun