Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 10:30 Bifreiðin var illa farin en lítil aflögun varð í farþegarýminu. RNSA Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins. Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins.
Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira