Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 11:05 Frá mótmælum stuðningsfólks Palestínumanna við Alþingishúsið í sumar. Vísir/Einar Tæplega þrír af hverjum fjórum sögðust hafa meiri samúð með málstað Palestínumanna en Ísraela í skoðanakönnun sem stuðningsfélag Palestínu lét gera í síðasta mánuði. Þá sagðist meirihluti fylgjandi því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Tíu prósent sögðust hafa meiri samúð með Ísrael í skoðanakönnuninni sem Maskína gerði fyrir Félagið Ísland-Palestína. Tæpur fimmtungur sagðist hafa jafnmikla samúð með báðum. Spurt var út í hvort að Ísland ætti að beita Ísrael viðskiptaþvingunum á grundvelli álits Alþjóðadómstólsins í sumar um að áratugalangt hernám Ísraels í Palestínu væri ólöglegt. Þar sögðust 61 prósent fylgjandi viðskiptaþvingunum og sextán prósent hlynnt „með fyrirvara“. Tæpur fjórðungur sagðist andvígur. Þá sögðust 54 prósent hlynnt því að Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael og sextán prósent hlynnt með fyrirvara. Tæpur þriðjungur sagðist andsnúinn því að slíta sambandinu. Könnunin var gerð um miðjan september. Ekki var spurt sérstaklega út í hernað Ísraelshers á Gasaströndinni sem staðið hefur samfellt síðasta árið. Þær aðgerðir hófust í kjölfar mannskæðustu árásar vígamanna Hamas-samtakanna á Ísrael í sögu landsins fyrir réttu ári, 7. október. Um 1.200 Ísraelar féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá tóku Hamas-liðar hundruð gísla en tugir þeirra eru enn í haldi samtakanna. Rúmlega 41.000 Palestínumenn hafa síðan fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas á Gasa sem hafa ennfremur hrakið á þriðju milljón íbúa þar á flótta. Skoðanakannanir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Tíu prósent sögðust hafa meiri samúð með Ísrael í skoðanakönnuninni sem Maskína gerði fyrir Félagið Ísland-Palestína. Tæpur fimmtungur sagðist hafa jafnmikla samúð með báðum. Spurt var út í hvort að Ísland ætti að beita Ísrael viðskiptaþvingunum á grundvelli álits Alþjóðadómstólsins í sumar um að áratugalangt hernám Ísraels í Palestínu væri ólöglegt. Þar sögðust 61 prósent fylgjandi viðskiptaþvingunum og sextán prósent hlynnt „með fyrirvara“. Tæpur fjórðungur sagðist andvígur. Þá sögðust 54 prósent hlynnt því að Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael og sextán prósent hlynnt með fyrirvara. Tæpur þriðjungur sagðist andsnúinn því að slíta sambandinu. Könnunin var gerð um miðjan september. Ekki var spurt sérstaklega út í hernað Ísraelshers á Gasaströndinni sem staðið hefur samfellt síðasta árið. Þær aðgerðir hófust í kjölfar mannskæðustu árásar vígamanna Hamas-samtakanna á Ísrael í sögu landsins fyrir réttu ári, 7. október. Um 1.200 Ísraelar féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá tóku Hamas-liðar hundruð gísla en tugir þeirra eru enn í haldi samtakanna. Rúmlega 41.000 Palestínumenn hafa síðan fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas á Gasa sem hafa ennfremur hrakið á þriðju milljón íbúa þar á flótta.
Skoðanakannanir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira