Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 11:05 Frá mótmælum stuðningsfólks Palestínumanna við Alþingishúsið í sumar. Vísir/Einar Tæplega þrír af hverjum fjórum sögðust hafa meiri samúð með málstað Palestínumanna en Ísraela í skoðanakönnun sem stuðningsfélag Palestínu lét gera í síðasta mánuði. Þá sagðist meirihluti fylgjandi því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Tíu prósent sögðust hafa meiri samúð með Ísrael í skoðanakönnuninni sem Maskína gerði fyrir Félagið Ísland-Palestína. Tæpur fimmtungur sagðist hafa jafnmikla samúð með báðum. Spurt var út í hvort að Ísland ætti að beita Ísrael viðskiptaþvingunum á grundvelli álits Alþjóðadómstólsins í sumar um að áratugalangt hernám Ísraels í Palestínu væri ólöglegt. Þar sögðust 61 prósent fylgjandi viðskiptaþvingunum og sextán prósent hlynnt „með fyrirvara“. Tæpur fjórðungur sagðist andvígur. Þá sögðust 54 prósent hlynnt því að Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael og sextán prósent hlynnt með fyrirvara. Tæpur þriðjungur sagðist andsnúinn því að slíta sambandinu. Könnunin var gerð um miðjan september. Ekki var spurt sérstaklega út í hernað Ísraelshers á Gasaströndinni sem staðið hefur samfellt síðasta árið. Þær aðgerðir hófust í kjölfar mannskæðustu árásar vígamanna Hamas-samtakanna á Ísrael í sögu landsins fyrir réttu ári, 7. október. Um 1.200 Ísraelar féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá tóku Hamas-liðar hundruð gísla en tugir þeirra eru enn í haldi samtakanna. Rúmlega 41.000 Palestínumenn hafa síðan fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas á Gasa sem hafa ennfremur hrakið á þriðju milljón íbúa þar á flótta. Skoðanakannanir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tíu prósent sögðust hafa meiri samúð með Ísrael í skoðanakönnuninni sem Maskína gerði fyrir Félagið Ísland-Palestína. Tæpur fimmtungur sagðist hafa jafnmikla samúð með báðum. Spurt var út í hvort að Ísland ætti að beita Ísrael viðskiptaþvingunum á grundvelli álits Alþjóðadómstólsins í sumar um að áratugalangt hernám Ísraels í Palestínu væri ólöglegt. Þar sögðust 61 prósent fylgjandi viðskiptaþvingunum og sextán prósent hlynnt „með fyrirvara“. Tæpur fjórðungur sagðist andvígur. Þá sögðust 54 prósent hlynnt því að Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael og sextán prósent hlynnt með fyrirvara. Tæpur þriðjungur sagðist andsnúinn því að slíta sambandinu. Könnunin var gerð um miðjan september. Ekki var spurt sérstaklega út í hernað Ísraelshers á Gasaströndinni sem staðið hefur samfellt síðasta árið. Þær aðgerðir hófust í kjölfar mannskæðustu árásar vígamanna Hamas-samtakanna á Ísrael í sögu landsins fyrir réttu ári, 7. október. Um 1.200 Ísraelar féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá tóku Hamas-liðar hundruð gísla en tugir þeirra eru enn í haldi samtakanna. Rúmlega 41.000 Palestínumenn hafa síðan fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas á Gasa sem hafa ennfremur hrakið á þriðju milljón íbúa þar á flótta.
Skoðanakannanir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira