Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 7. október 2024 14:01 Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun