„Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 07:02 Björn Bjarki segir enn þörf á betri búð í Búðardal. Vísir Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. „Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“ Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“
Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira