Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2024 20:30 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Bjarni Einarsson Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að kaupsamningur þáverandi borgarstjóra og fjármálaráðherra árið 2013, flokkssystkinanna Dags B. Eggertssonar og Katrínar Júlíusdóttur, var forsenda þess að borgin gat skipulagt landið undir húsbyggingar. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Meira en tvö ár eru frá því borgin hóf að úthluta lóðum á þessu umdeilda svæði. En það er fyrst núna, með nýjum innviðaráðherra, sem Isavia fær skipun um að færa flugvallargirðinguna svo borgin geti byrjað að byggja. Alþingismaðurinn og flugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson bregst hart við. „Fyrir mér eru þetta bara árásir á flugvöllinn og þessar árásir hafa staðið lengi yfir,“ segir Njáll Trausti, sem er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, formaður fjárlaganefndar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. „Og það er bara komið að þeirri ögurstundu núna, nákvæmlega þegar skipunin er komin núna frá innviðaráðuneytinu, frá ráðherra þess málaflokks, að fjarlægja þessa girðingu, þá sé komið að þessum vendipunkti þar sem menn þurfa að bregðast við pólitískt,“ segir þingmaðurinn. Skipulagsuppdráttur að Nýja-Skerjafirði, en svo nefnist hverfið sem borgin hyggst byggja á núverandi landi flugvallarins.Reykjavíkurborg Fyrirmæli Svandísar um afhendingu Skerjafjarðarlandsins komu í aðdraganda þess að hún og Einar Þorsteinsson borgarstjóri fylgdu skýrslu um Hvassahraun úr hlaði með þeim orðum að flugvöllur þar mætti skoðast betur. Njáll Trausti túlkar þá skýrslu með öðrum hætti. „Hvassahraunsskýrslan er raunverulega bara dómur um það að það er enginn að fara að byggja eða leggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta er besti kosturinn sem við höfum í stöðunni núna hér á suðvesturhorninu,“ segir Njáll Trausti og á þar við Reykjavíkurflugvöll. „Við þurfum tvo flugvelli. Það er öllum ljóst. Þetta er innanlandsflugið, sjúkraflugið og varaflugvallakerfið. Við þurfum að eiga plássið.“ Og telur nýjar húsbyggingar skerða rekstraröryggi vallarins. Útlitsmynd af fyrirhuguðum byggingum í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg „Það er verið að byggja hús bara algerlega upp að flugbrautunum. Og það er þekkt og hefur verið mikil umræða á síðustu árum og atvinnuflugmenn hafa bent á í löngu máli.“ -Svandísi tókst að stöðva hvalveiðarnar þrátt fyrir ykkar mótmæli. Þið breyttuð engu. Munu þið breyta nokkru hér? „Það ætla ég svo sannarlega að vona. Þetta hérna er raunverulega miklu alvarlegra mál heldur en hvalveiðimálið. Og það má ekki gerast fyrir okkar samfélag að þetta rugl nái í gegn; að þessi girðing verði færð og farið í byggingar þarna upp við brautirnar. Þetta er lykilöryggisinnviður í þessu landi, grunninnviður samfélags, og hann á að verja með fullum hnefa,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra Orra Eiríksson, verkfræðing og flugstjóra, fulltrúa öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, lýsa afstöðu sinni í fyrra til áforma um húsbyggingar á svæðinu: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Samgöngur Sjúkraflutningar Borgarstjórn Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að kaupsamningur þáverandi borgarstjóra og fjármálaráðherra árið 2013, flokkssystkinanna Dags B. Eggertssonar og Katrínar Júlíusdóttur, var forsenda þess að borgin gat skipulagt landið undir húsbyggingar. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Meira en tvö ár eru frá því borgin hóf að úthluta lóðum á þessu umdeilda svæði. En það er fyrst núna, með nýjum innviðaráðherra, sem Isavia fær skipun um að færa flugvallargirðinguna svo borgin geti byrjað að byggja. Alþingismaðurinn og flugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson bregst hart við. „Fyrir mér eru þetta bara árásir á flugvöllinn og þessar árásir hafa staðið lengi yfir,“ segir Njáll Trausti, sem er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, formaður fjárlaganefndar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. „Og það er bara komið að þeirri ögurstundu núna, nákvæmlega þegar skipunin er komin núna frá innviðaráðuneytinu, frá ráðherra þess málaflokks, að fjarlægja þessa girðingu, þá sé komið að þessum vendipunkti þar sem menn þurfa að bregðast við pólitískt,“ segir þingmaðurinn. Skipulagsuppdráttur að Nýja-Skerjafirði, en svo nefnist hverfið sem borgin hyggst byggja á núverandi landi flugvallarins.Reykjavíkurborg Fyrirmæli Svandísar um afhendingu Skerjafjarðarlandsins komu í aðdraganda þess að hún og Einar Þorsteinsson borgarstjóri fylgdu skýrslu um Hvassahraun úr hlaði með þeim orðum að flugvöllur þar mætti skoðast betur. Njáll Trausti túlkar þá skýrslu með öðrum hætti. „Hvassahraunsskýrslan er raunverulega bara dómur um það að það er enginn að fara að byggja eða leggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta er besti kosturinn sem við höfum í stöðunni núna hér á suðvesturhorninu,“ segir Njáll Trausti og á þar við Reykjavíkurflugvöll. „Við þurfum tvo flugvelli. Það er öllum ljóst. Þetta er innanlandsflugið, sjúkraflugið og varaflugvallakerfið. Við þurfum að eiga plássið.“ Og telur nýjar húsbyggingar skerða rekstraröryggi vallarins. Útlitsmynd af fyrirhuguðum byggingum í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg „Það er verið að byggja hús bara algerlega upp að flugbrautunum. Og það er þekkt og hefur verið mikil umræða á síðustu árum og atvinnuflugmenn hafa bent á í löngu máli.“ -Svandísi tókst að stöðva hvalveiðarnar þrátt fyrir ykkar mótmæli. Þið breyttuð engu. Munu þið breyta nokkru hér? „Það ætla ég svo sannarlega að vona. Þetta hérna er raunverulega miklu alvarlegra mál heldur en hvalveiðimálið. Og það má ekki gerast fyrir okkar samfélag að þetta rugl nái í gegn; að þessi girðing verði færð og farið í byggingar þarna upp við brautirnar. Þetta er lykilöryggisinnviður í þessu landi, grunninnviður samfélags, og hann á að verja með fullum hnefa,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra Orra Eiríksson, verkfræðing og flugstjóra, fulltrúa öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, lýsa afstöðu sinni í fyrra til áforma um húsbyggingar á svæðinu:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Samgöngur Sjúkraflutningar Borgarstjórn Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent