Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2024 20:30 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Bjarni Einarsson Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að kaupsamningur þáverandi borgarstjóra og fjármálaráðherra árið 2013, flokkssystkinanna Dags B. Eggertssonar og Katrínar Júlíusdóttur, var forsenda þess að borgin gat skipulagt landið undir húsbyggingar. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Meira en tvö ár eru frá því borgin hóf að úthluta lóðum á þessu umdeilda svæði. En það er fyrst núna, með nýjum innviðaráðherra, sem Isavia fær skipun um að færa flugvallargirðinguna svo borgin geti byrjað að byggja. Alþingismaðurinn og flugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson bregst hart við. „Fyrir mér eru þetta bara árásir á flugvöllinn og þessar árásir hafa staðið lengi yfir,“ segir Njáll Trausti, sem er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, formaður fjárlaganefndar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. „Og það er bara komið að þeirri ögurstundu núna, nákvæmlega þegar skipunin er komin núna frá innviðaráðuneytinu, frá ráðherra þess málaflokks, að fjarlægja þessa girðingu, þá sé komið að þessum vendipunkti þar sem menn þurfa að bregðast við pólitískt,“ segir þingmaðurinn. Skipulagsuppdráttur að Nýja-Skerjafirði, en svo nefnist hverfið sem borgin hyggst byggja á núverandi landi flugvallarins.Reykjavíkurborg Fyrirmæli Svandísar um afhendingu Skerjafjarðarlandsins komu í aðdraganda þess að hún og Einar Þorsteinsson borgarstjóri fylgdu skýrslu um Hvassahraun úr hlaði með þeim orðum að flugvöllur þar mætti skoðast betur. Njáll Trausti túlkar þá skýrslu með öðrum hætti. „Hvassahraunsskýrslan er raunverulega bara dómur um það að það er enginn að fara að byggja eða leggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta er besti kosturinn sem við höfum í stöðunni núna hér á suðvesturhorninu,“ segir Njáll Trausti og á þar við Reykjavíkurflugvöll. „Við þurfum tvo flugvelli. Það er öllum ljóst. Þetta er innanlandsflugið, sjúkraflugið og varaflugvallakerfið. Við þurfum að eiga plássið.“ Og telur nýjar húsbyggingar skerða rekstraröryggi vallarins. Útlitsmynd af fyrirhuguðum byggingum í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg „Það er verið að byggja hús bara algerlega upp að flugbrautunum. Og það er þekkt og hefur verið mikil umræða á síðustu árum og atvinnuflugmenn hafa bent á í löngu máli.“ -Svandísi tókst að stöðva hvalveiðarnar þrátt fyrir ykkar mótmæli. Þið breyttuð engu. Munu þið breyta nokkru hér? „Það ætla ég svo sannarlega að vona. Þetta hérna er raunverulega miklu alvarlegra mál heldur en hvalveiðimálið. Og það má ekki gerast fyrir okkar samfélag að þetta rugl nái í gegn; að þessi girðing verði færð og farið í byggingar þarna upp við brautirnar. Þetta er lykilöryggisinnviður í þessu landi, grunninnviður samfélags, og hann á að verja með fullum hnefa,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra Orra Eiríksson, verkfræðing og flugstjóra, fulltrúa öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, lýsa afstöðu sinni í fyrra til áforma um húsbyggingar á svæðinu: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Samgöngur Sjúkraflutningar Borgarstjórn Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að kaupsamningur þáverandi borgarstjóra og fjármálaráðherra árið 2013, flokkssystkinanna Dags B. Eggertssonar og Katrínar Júlíusdóttur, var forsenda þess að borgin gat skipulagt landið undir húsbyggingar. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Meira en tvö ár eru frá því borgin hóf að úthluta lóðum á þessu umdeilda svæði. En það er fyrst núna, með nýjum innviðaráðherra, sem Isavia fær skipun um að færa flugvallargirðinguna svo borgin geti byrjað að byggja. Alþingismaðurinn og flugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson bregst hart við. „Fyrir mér eru þetta bara árásir á flugvöllinn og þessar árásir hafa staðið lengi yfir,“ segir Njáll Trausti, sem er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, formaður fjárlaganefndar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. „Og það er bara komið að þeirri ögurstundu núna, nákvæmlega þegar skipunin er komin núna frá innviðaráðuneytinu, frá ráðherra þess málaflokks, að fjarlægja þessa girðingu, þá sé komið að þessum vendipunkti þar sem menn þurfa að bregðast við pólitískt,“ segir þingmaðurinn. Skipulagsuppdráttur að Nýja-Skerjafirði, en svo nefnist hverfið sem borgin hyggst byggja á núverandi landi flugvallarins.Reykjavíkurborg Fyrirmæli Svandísar um afhendingu Skerjafjarðarlandsins komu í aðdraganda þess að hún og Einar Þorsteinsson borgarstjóri fylgdu skýrslu um Hvassahraun úr hlaði með þeim orðum að flugvöllur þar mætti skoðast betur. Njáll Trausti túlkar þá skýrslu með öðrum hætti. „Hvassahraunsskýrslan er raunverulega bara dómur um það að það er enginn að fara að byggja eða leggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta er besti kosturinn sem við höfum í stöðunni núna hér á suðvesturhorninu,“ segir Njáll Trausti og á þar við Reykjavíkurflugvöll. „Við þurfum tvo flugvelli. Það er öllum ljóst. Þetta er innanlandsflugið, sjúkraflugið og varaflugvallakerfið. Við þurfum að eiga plássið.“ Og telur nýjar húsbyggingar skerða rekstraröryggi vallarins. Útlitsmynd af fyrirhuguðum byggingum í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg „Það er verið að byggja hús bara algerlega upp að flugbrautunum. Og það er þekkt og hefur verið mikil umræða á síðustu árum og atvinnuflugmenn hafa bent á í löngu máli.“ -Svandísi tókst að stöðva hvalveiðarnar þrátt fyrir ykkar mótmæli. Þið breyttuð engu. Munu þið breyta nokkru hér? „Það ætla ég svo sannarlega að vona. Þetta hérna er raunverulega miklu alvarlegra mál heldur en hvalveiðimálið. Og það má ekki gerast fyrir okkar samfélag að þetta rugl nái í gegn; að þessi girðing verði færð og farið í byggingar þarna upp við brautirnar. Þetta er lykilöryggisinnviður í þessu landi, grunninnviður samfélags, og hann á að verja með fullum hnefa,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra Orra Eiríksson, verkfræðing og flugstjóra, fulltrúa öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, lýsa afstöðu sinni í fyrra til áforma um húsbyggingar á svæðinu:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Samgöngur Sjúkraflutningar Borgarstjórn Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22