Koma siglandi og sótt á hestvagni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2024 06:01 Ríkisheimsókn forsetahjónanna til Danmerkur hefst í dag. Vísir/RAX Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. Almenningur er boðin velkominn að tollabryggjunni, Toldboden, til að fylgjast með komu forsetahjónanna. Saman fara þau síðan með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Þá næst halda forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús, en þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Friðrik X hefur verið konungur Danmerkur síðan í janúar.AP/Martin Meissner Að loknu hádegissamsæti í Jónshúsi fer forsetinn í heimsókn í danska þingið, Folketinget, í Kristjánsborg þar sem þingforseti tekur á móti henni. Þá munu forsetahjónin ásamt konungshjónunum skoða handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn en þar verða einnig menningarmálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Lilja Alfreðsdóttir og Christina Egelund, sem munu undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkjanna um varðveislu og notkun handritasafnsins í báðum löndum. Í kvöld bjóða Friðrik konungur og Mary drottning síðan til hátíðarkvöldverðar í Kristjánsborgarhöll, forsetahjónunum til heiðurs. Á meðan heimsókninni stendur mun Halla meðal annars einnig heimsækja Copenhagen Business School og endurvinnslustöðina við Amager Bakke, funda með varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur auk þess að taka þátt í fundum og hringborðsumræðum með öðrum ráðherrum og fulltrúum úr íslensku og dönsku viðskiptalífi. Forseti Íslands Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Utanríkismál Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Almenningur er boðin velkominn að tollabryggjunni, Toldboden, til að fylgjast með komu forsetahjónanna. Saman fara þau síðan með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Þá næst halda forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús, en þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Friðrik X hefur verið konungur Danmerkur síðan í janúar.AP/Martin Meissner Að loknu hádegissamsæti í Jónshúsi fer forsetinn í heimsókn í danska þingið, Folketinget, í Kristjánsborg þar sem þingforseti tekur á móti henni. Þá munu forsetahjónin ásamt konungshjónunum skoða handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn en þar verða einnig menningarmálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Lilja Alfreðsdóttir og Christina Egelund, sem munu undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkjanna um varðveislu og notkun handritasafnsins í báðum löndum. Í kvöld bjóða Friðrik konungur og Mary drottning síðan til hátíðarkvöldverðar í Kristjánsborgarhöll, forsetahjónunum til heiðurs. Á meðan heimsókninni stendur mun Halla meðal annars einnig heimsækja Copenhagen Business School og endurvinnslustöðina við Amager Bakke, funda með varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur auk þess að taka þátt í fundum og hringborðsumræðum með öðrum ráðherrum og fulltrúum úr íslensku og dönsku viðskiptalífi.
Forseti Íslands Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Utanríkismál Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira