Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 16:17 Gary Lineker hefur starfað í kringum enska boltann hjá BBC frá árinu 1999. Vísir/Getty Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC. Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“ Enski boltinn Bretland Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“
Enski boltinn Bretland Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira