Yazan og fjölskylda komin með vernd Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 12:26 Mál Yazans hefur vakið mikla athygli í íslensku samfélagi síðustu mánuði. Yazan er ellefu ára langveikur strákur frá Palestínu. Hann er nú kominn með vernd á Íslandi og fjölskyldan hans líka. Vísir/Sara Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands í júní 2023. Með þeim í för var sonur þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðasta mánuði en aðgerðinni var frestað að beiðni dómsmálaráðherra. Eftir það tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að ekki yrði farið í aðra brottvísunaraðgerð vegna þess að svo stutt væri í að fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra yrði tekinn til efnislegrar meðferðar. Sá tímafrestur rann út 21. september, fyrir sautján dögum. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig. Þegar þessi tímafrestur var liðinn þá opnaði kærunefnd málið um leið. Útlendingastofnun, þeim til hróss, boðaði þau í viðtal í morgun,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta gerðist mjög hratt. Miklu hraðar en gengur og gerist.“ Hann segir að í öllum sambærilegum málum fólks frá Palestínu hafi þeim verið veitt vernd á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd. Viðbótarvernd vísi þá til hins almenna ástands í Palestínu. „Þetta er sú vernd sem 97 til 98 prósent Palestínufólks á Íslandi hefur fengið.“ Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi fjölskyldunnar segir fjölskylduna halda upp á þessi tímamót í dag. Vísir/Arnar Hann segir fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar hafa einkennst af gleði en einnig spennufalli. „Þau voru hrærð og þetta var tilfinningarík stund. Fyrsta viðkvæði Mohsen, föður Yazan, var að biðja mig um að hjálpa sér að semja bréf til þeirra sem hafa hjálpað þeim á Íslandi.“ Örugg á Íslandi Hann segir fjölskylduna hafa haldið heim eftir fundinn hjá Útlendingastofnun þar sem þau ætluðu að halda upp á þetta. „Þau eru núna örugg á Íslandi. Þau fá tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geta endurnýjað og standa að flestu leyti jafnfætis öðrum á Íslandi hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu.“ Albert segir það hafa farið fram úr sínum björtustu vonum hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði vonast til þess að þetta myndi ekki taka margar vikur. Ég hafði ýtt pínulítið á kærunefnd að klára þetta sem fyrst, sem kærunefnd varð við. Ég náði svo ekki einu sinni að óska eftir því að Útlendingastofnun boðaði þau í viðtal sem fyrst því stofnunin gerði það að eigin ákvörðun. Þannig þetta gekk mjög hratt fyrir sig.“ Minni hali og færri umsóknir Albert segir stofnunina undanfarið hafa náð að vinna sig í gegnum umsóknarhalann auk þess sem umsóknir séu færri á þessu ári en síðustu ár. „Þetta er að sumu leyti það sem er eðlilegt. Fyrir nokkrum árum var boðað hraðar í viðtöl.“ Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Tengdar fréttir „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06 „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33 „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands í júní 2023. Með þeim í för var sonur þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðasta mánuði en aðgerðinni var frestað að beiðni dómsmálaráðherra. Eftir það tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að ekki yrði farið í aðra brottvísunaraðgerð vegna þess að svo stutt væri í að fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra yrði tekinn til efnislegrar meðferðar. Sá tímafrestur rann út 21. september, fyrir sautján dögum. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig. Þegar þessi tímafrestur var liðinn þá opnaði kærunefnd málið um leið. Útlendingastofnun, þeim til hróss, boðaði þau í viðtal í morgun,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta gerðist mjög hratt. Miklu hraðar en gengur og gerist.“ Hann segir að í öllum sambærilegum málum fólks frá Palestínu hafi þeim verið veitt vernd á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd. Viðbótarvernd vísi þá til hins almenna ástands í Palestínu. „Þetta er sú vernd sem 97 til 98 prósent Palestínufólks á Íslandi hefur fengið.“ Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi fjölskyldunnar segir fjölskylduna halda upp á þessi tímamót í dag. Vísir/Arnar Hann segir fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar hafa einkennst af gleði en einnig spennufalli. „Þau voru hrærð og þetta var tilfinningarík stund. Fyrsta viðkvæði Mohsen, föður Yazan, var að biðja mig um að hjálpa sér að semja bréf til þeirra sem hafa hjálpað þeim á Íslandi.“ Örugg á Íslandi Hann segir fjölskylduna hafa haldið heim eftir fundinn hjá Útlendingastofnun þar sem þau ætluðu að halda upp á þetta. „Þau eru núna örugg á Íslandi. Þau fá tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geta endurnýjað og standa að flestu leyti jafnfætis öðrum á Íslandi hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu.“ Albert segir það hafa farið fram úr sínum björtustu vonum hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði vonast til þess að þetta myndi ekki taka margar vikur. Ég hafði ýtt pínulítið á kærunefnd að klára þetta sem fyrst, sem kærunefnd varð við. Ég náði svo ekki einu sinni að óska eftir því að Útlendingastofnun boðaði þau í viðtal sem fyrst því stofnunin gerði það að eigin ákvörðun. Þannig þetta gekk mjög hratt fyrir sig.“ Minni hali og færri umsóknir Albert segir stofnunina undanfarið hafa náð að vinna sig í gegnum umsóknarhalann auk þess sem umsóknir séu færri á þessu ári en síðustu ár. „Þetta er að sumu leyti það sem er eðlilegt. Fyrir nokkrum árum var boðað hraðar í viðtöl.“
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Tengdar fréttir „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06 „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33 „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
„Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06
„Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33
„Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent