Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 08:50 Biden og Netanjahú þegar þeir hittust í Hvíta húsinu í júlí. Á ýmsu hefur gengið á milli þeirra á bak við tjöldin síðasta árið. Vísir/EPA Stirðum samskiptum Joes Biden Bandaríkjaforseta við forsætisráðherra Ísraels er lýst í nýrri bók heimsþekkts rannsóknarblaðamanns. Biden er meðal annars sagður hafa kallað Netanjahú „tíkarson“ og „slæman helvítis gaur“ á bak við tjöldin. Bandaríkjastjórn og Biden hafa staðið þétt við bakið á ísraelskum stjórnvöldum frá því að Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Bókin „Stríð“ eftir Bob Woodward, annan blaðamannanna sem eignaður er heiður af því að upplýsa um Watergate-hneyksli Richards Nixon, varpar ljósi á hvernig Biden hefur þó á köflum rifist við Netanjahú um framferði Ísraelshers á Gasaströndinni á bak við tjöldin. „Hver er hernaðaráætlunin, maður?“ spurði Biden þegar hann ræddi við Benjamín Netanjahú í síma í apríl samkvæmt Woodward. „Við verðum að fara inn í Rafah,“ svaraði Netanjahú sem er gjarnan kallaður Bibi. „Bibi, þú ert ekki með neina hernaðaráætlun,“ setti Biden ofan í við forsætisráðherrann. „Bibi, hver andskotinn?“ Þegar Ísraelsher réðst svo inn í Rafah var Biden nóg boðið. „Hann er helvítis lygari,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. „Þessi tíkarsonur, Bibi Netanjahú, hann er slæmur gaur. Hann er slæmur helvítis gaur!“ sagði Biden um Netanjahú eftir að átökin á milli Ísraela og Hamas stigmögnuðust í vor. Leiðtogarnir tveir ræddust við í síma eftir að loftárás Ísraela felldi einn helsta herforingja Hezbollah-samtakanna og þrjá óbreytta borgara í júlí. „Bibi, hver andskotinn?“ er Biden sagður hafa öskrað á Netanjahú. Varaði hann forsætisráðherrann við því að heimsbyggðin liti í vaxandi mæli á Ísrael sem útlagaríki. Netanjahú svaraði að skotmark árásarinnar hefði verið „einn helsti hryðjuverkamaðurinn“. „Við sáum tækifæri og við gripum það. Því harðari árásir sem þú gerir, þeim mun árangursríkari verða samningaviðræðurnar,“ sagði hann við Biden. Biden hefur látið fúkyrðin fljúga um Netanjahú þegar enginn heyrir til aðrir en hans nánustu ráðgjafar.Vísir/EPA Sagði Netanjahú að sitja á strák sínum Á stundum reyndi Biden að halda aftur af Ísraelum þegar þeir vildu ganga enn lengra í hernaðaraðgerðum sínum. Þegar Netanjahú hugði á hefndir gegn Írönum eftir að þeir skutu fleiri en hundrað flugskeytum á Ísrael til þess að svara fyrir dráp Ísraela á háttsettum herforingja í Sýrlandi sagði Biden honum að „taka sigrinum“. „Þú þarft ekki að gera meira. Ekki gera neitt,“ sagði Biden við Netanjahú sem maldraði í móinn. Ísraelar gerðu engu að síður afmarkaða árás á Íran en Biden taldi það sigur að þeir hefðu ekki gengið enn lengra. „Ég veit að hann er að fara að gera eitthvað en ég takmarka það með því að segja honum að „gera ekkert“,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. Joe Biden Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bandaríkjastjórn og Biden hafa staðið þétt við bakið á ísraelskum stjórnvöldum frá því að Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Bókin „Stríð“ eftir Bob Woodward, annan blaðamannanna sem eignaður er heiður af því að upplýsa um Watergate-hneyksli Richards Nixon, varpar ljósi á hvernig Biden hefur þó á köflum rifist við Netanjahú um framferði Ísraelshers á Gasaströndinni á bak við tjöldin. „Hver er hernaðaráætlunin, maður?“ spurði Biden þegar hann ræddi við Benjamín Netanjahú í síma í apríl samkvæmt Woodward. „Við verðum að fara inn í Rafah,“ svaraði Netanjahú sem er gjarnan kallaður Bibi. „Bibi, þú ert ekki með neina hernaðaráætlun,“ setti Biden ofan í við forsætisráðherrann. „Bibi, hver andskotinn?“ Þegar Ísraelsher réðst svo inn í Rafah var Biden nóg boðið. „Hann er helvítis lygari,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. „Þessi tíkarsonur, Bibi Netanjahú, hann er slæmur gaur. Hann er slæmur helvítis gaur!“ sagði Biden um Netanjahú eftir að átökin á milli Ísraela og Hamas stigmögnuðust í vor. Leiðtogarnir tveir ræddust við í síma eftir að loftárás Ísraela felldi einn helsta herforingja Hezbollah-samtakanna og þrjá óbreytta borgara í júlí. „Bibi, hver andskotinn?“ er Biden sagður hafa öskrað á Netanjahú. Varaði hann forsætisráðherrann við því að heimsbyggðin liti í vaxandi mæli á Ísrael sem útlagaríki. Netanjahú svaraði að skotmark árásarinnar hefði verið „einn helsti hryðjuverkamaðurinn“. „Við sáum tækifæri og við gripum það. Því harðari árásir sem þú gerir, þeim mun árangursríkari verða samningaviðræðurnar,“ sagði hann við Biden. Biden hefur látið fúkyrðin fljúga um Netanjahú þegar enginn heyrir til aðrir en hans nánustu ráðgjafar.Vísir/EPA Sagði Netanjahú að sitja á strák sínum Á stundum reyndi Biden að halda aftur af Ísraelum þegar þeir vildu ganga enn lengra í hernaðaraðgerðum sínum. Þegar Netanjahú hugði á hefndir gegn Írönum eftir að þeir skutu fleiri en hundrað flugskeytum á Ísrael til þess að svara fyrir dráp Ísraela á háttsettum herforingja í Sýrlandi sagði Biden honum að „taka sigrinum“. „Þú þarft ekki að gera meira. Ekki gera neitt,“ sagði Biden við Netanjahú sem maldraði í móinn. Ísraelar gerðu engu að síður afmarkaða árás á Íran en Biden taldi það sigur að þeir hefðu ekki gengið enn lengra. „Ég veit að hann er að fara að gera eitthvað en ég takmarka það með því að segja honum að „gera ekkert“,“ sagði Biden við ráðgjafa sína.
Joe Biden Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10