Innlent

Öku­maðurinn lið­lega tví­tugur

Árni Sæberg skrifar
Banaslysið varð við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs.
Banaslysið varð við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Vísir/Vilhelm

Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma.

Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Hann segir rannsókn málsins í fullum gangi og ekkert verði hægt að gefa upp um hana fyrr en að henni lokinni, sem gæti verið langt í. Meðfram rannsókn lögreglu fer rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa fram.

Hvíta Teslan fundin

Þá segir Ásmundur Rúnar að lögregla hafi náð tali af ökumönnum hvítrar Teslu og sendibifreiðar, sem hún lýsti eftir nokkrum dögum eftir slysið.

Ásmundur Rúnar hvetur alla þá sem gætu búið yfir upplýsingum um slysið að hafa samband við lögreglu. Það er hægt að gera í síma 444-1000 en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.


Tengdar fréttir

Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum

Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×