Viðskipti innlent

Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ikea hefur ekki selt fatalínu áður að sögn Guðnýjar sem segir um takmarkað magn að ræða.
Ikea hefur ekki selt fatalínu áður að sögn Guðnýjar sem segir um takmarkað magn að ræða.

Forsvarsmenn Ikea á Íslandi hafa sett fyrstu fatalínuna í sögu húsgagnarisans í sölu hér á landi. Þannig er í fyrsta skipti hægt að versla sér Ikea peysur, Ikea hatt og Ikea regnhlíf svo eitthvað sé nefnt en þó einungis á meðan birgðir endast.

„Við erum að selja fatalínu, AURTIENDE, sem kemur í takmörkuðu magni, það er hún verður í sölu á meðan við eigum vörurnar til,“ segir Guðný Camilla Aradóttir verslunarstjóri Ikea á Íslandi í svörum til Vísis vegna málsins. Hún segir hugmyndina komna frá Ikea í Tælandi þar sem vörurnar hafi verið seldar í fyrra.

„Okkur langaði að bjóða upp á þær hér sem óvænta og öðruvísi viðbót við vöruúrvalið,“ segir Guðný sem segir fyrsta skiptið sem Ikea bjóði upp á heila fatalínu. Hún rifjar upp að eitt sinn hafi þó verið til sölu bolur og peysa í tengslum við tímabundna línu með húsbúnaði.

Á vef verslunarinnar má sjá að það er ýmislegt í boði svo sem eins og taupokar, forlátir bolir með Ikea merkinu í ýmsum litum, auk svokallaðra bucket hatta. Þá er einnig hægt að fá vatnsflöskur og einn skrautlegri stuttermabol.

Nú er loksins hægt að klæðast Ikea merkinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×