Vongóð um að Ísland fái sæti í mannréttindaráðinu Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. október 2024 11:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld vilji gera gagn þegar kemur að því að tryggja mannréttindi. Vísir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kveðst vongóð að Ísland nái sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en kosning um hvaða ríki taka þar sæti fer fram síðar í dag. Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira