Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Halla Þorvaldsdóttir skrifar 10. október 2024 13:33 Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun