Tímamót fyrir kvenheilsu Willum Þór Þórsson skrifar 10. október 2024 17:01 Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þátttaka í skimun sé góð. Því er mikilvægt að fræða konur um mikilvægi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag. Lægra komugjald Til að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hefur komugjald fyrir brjóstaskimun nú verið lækkað úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun. Lýðgrunduð brjóstaskimun felst í því að skima heilbrigt og einkennalaust fólk með það að markmiði að greina krabbamein snemma, áður en einkenni koma fram. Fyrr á þessu ári fól ég samráðshóp að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára í krabbameinsmálum, sú vinna er grunnur að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi nú í haust. Í tillögum samráðshópsins kom skýrt fram að vinna þyrfti að bættri þátttöku í krabbameinsskimunum, ákvörðun um að lækka gjaldið er liður í að ná þeim markmiðum. Hvetjum til þátttöku í skimunum Embætti landlæknis heldur úti mælaborði um þátttöku í krabbameinsskimun á landsvísu, og þessi gögn gefa mikilvægar upplýsingar um nýtingu skimunarþjónustunnar meðal kvenna. Þar kemur fram að mæting sé mismunandi eftir landshlutum og samfélögum. Þar kemur jafnframt fram að yngri konur og konur af erlendum uppruna skila sér síður í skimun. Það er brýnt að hvetja þær og aðrar konur til þátttöku í skimunum. Hér getur samfélagið allt lagt sitt af mörkum og vinnuveitendur gegna lykilhlutverki, eins og Samhæfingarstöð skimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að kynna síðustu daga. Sérstaklega hefur verið bent á að vinnuveitendur kvenna af erlendum uppruna þurfi að upplýsa þær um rétt til að mæta í skimun á vinnutíma og hvetja til þátttöku. Setjum heilsuna í fyrsta sæti Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun m.a. með auknu aðgengi og minni hindrunum. Verkefni okkar er að stuðla að betri þátttöku með því að skapa umhverfi þar sem fólk er vel upplýst, fær stuðning og hvatningu til að fara í skimun. Með því að lækka komugjaldið, samhliða góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, tryggjum við betur að allar konur geti forgangsraðað heilsu sinni með því að mæta í brjóstaskimun. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og aukið lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild! Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Sjá meira
Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þátttaka í skimun sé góð. Því er mikilvægt að fræða konur um mikilvægi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag. Lægra komugjald Til að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hefur komugjald fyrir brjóstaskimun nú verið lækkað úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun. Lýðgrunduð brjóstaskimun felst í því að skima heilbrigt og einkennalaust fólk með það að markmiði að greina krabbamein snemma, áður en einkenni koma fram. Fyrr á þessu ári fól ég samráðshóp að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára í krabbameinsmálum, sú vinna er grunnur að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi nú í haust. Í tillögum samráðshópsins kom skýrt fram að vinna þyrfti að bættri þátttöku í krabbameinsskimunum, ákvörðun um að lækka gjaldið er liður í að ná þeim markmiðum. Hvetjum til þátttöku í skimunum Embætti landlæknis heldur úti mælaborði um þátttöku í krabbameinsskimun á landsvísu, og þessi gögn gefa mikilvægar upplýsingar um nýtingu skimunarþjónustunnar meðal kvenna. Þar kemur fram að mæting sé mismunandi eftir landshlutum og samfélögum. Þar kemur jafnframt fram að yngri konur og konur af erlendum uppruna skila sér síður í skimun. Það er brýnt að hvetja þær og aðrar konur til þátttöku í skimunum. Hér getur samfélagið allt lagt sitt af mörkum og vinnuveitendur gegna lykilhlutverki, eins og Samhæfingarstöð skimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að kynna síðustu daga. Sérstaklega hefur verið bent á að vinnuveitendur kvenna af erlendum uppruna þurfi að upplýsa þær um rétt til að mæta í skimun á vinnutíma og hvetja til þátttöku. Setjum heilsuna í fyrsta sæti Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun m.a. með auknu aðgengi og minni hindrunum. Verkefni okkar er að stuðla að betri þátttöku með því að skapa umhverfi þar sem fólk er vel upplýst, fær stuðning og hvatningu til að fara í skimun. Með því að lækka komugjaldið, samhliða góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, tryggjum við betur að allar konur geti forgangsraðað heilsu sinni með því að mæta í brjóstaskimun. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og aukið lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild! Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar