Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 20:00 Farið var yfir klæðaburð Björns Skúlasonar forsetamanns, hneigingu Höllu Tómasdóttur forseta og umdeilda enskunotkun hennar í fréttum Stöðvar 2. Íslenskur royalisti er alls ekki á því að klæðaburður Björns Skúlasonar forsetamanns, í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar, hafi verið of hversdagslegur. Það olli henni þó vonbrigðum að Halla Tómasdóttir skyldi aðallega hafa talað ensku. Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum. Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum.
Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33
Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01
Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36