Er okur á leigumarkaði? Reynir Böðvarsson skrifar 10. október 2024 19:02 Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reynir Böðvarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun