Þar kemur einnig fram að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi flutt annan einstaklinginn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hinn var fluttur með sjúkraflugi frá Húsavíkur til aðhlynningar á Landspítalanum í Reykjavík.
Norðausturvegur er enn lokaður vegna vettvangsvinnu en hjáleið er opin. Á vef Vegagerðarinnar segir að vegurinn verði líklega lokaður til klukkan 22 í kvöld. Hægt sé að aka Dettifossveg 862 sem hjáleið. Þar er snjóþekja og hann einbreiður á köflum.