Í dagbókarfærslu lögreglu segir að drengurinn hafi verið færður á lögreglustöð, þangað sem foreldrar piltsins komu að sækja hann.
Tveir sjáanlega ölvaðir fengu skurð á höfuðið
Einnig segir frá tilkynningu um mann sem dottið hafði á rafskútu í miðborginni og fengið skurð á höfuðið. Hann hafi verið sjáanlega ölvaður og verið færður á bráðamóttöku til skoðunar.
Nákvæmlega sömu sögu er að segja um útkall vegna manns sem datt á rafskútu í Hafnarfirði.
Ein líkamsárás
Þá segir frá útkalli vegna tilkynningar um líkamsárás í Kópavogi. Þar hafi brotaþoli hlotið minniháttar áverka og gerandi sé enn óþekktur.