Körfubolti

Hart tekist á í nýjum leik: „Ef þú rústar mér ekki þá er það galið“

Sindri Sverrisson skrifar
Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfaði Hauka þegar liðið vann KR í nóvember 2018.
Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfaði Hauka þegar liðið vann KR í nóvember 2018. Stöð 2 Sport

Hörður Unnsteinsson bjó til skemmtilegan samkvæmisleik í Körfuboltakvöldi kvenna í vikunni, þar sem þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir sýndu keppnisskap sitt.

Leikurinn gengur út á það að finna út hvaða leikmenn vantar í byrjunarlið úr gömlum leik í efstu deild kvenna í körfubolta.

Hörður gaf Ólöfu Helgu reyndar umtalsvert forskot því hann valdi leik frá því þegar Ólöf Helga var þjálfari Hauka, gegn KR 10. nóvember 2018. Í staðinn fékk Ingibjörg að byrja á að giska.

„Ólöf þú varst þjálfarinn í þessu liði. Ef þú rústar mér ekki þá er það galið,“ sagði Ingibjörg strax til að setja pressu á keppinaut sinn.

Þær þurftu að finna tvo leikmenn úr hvoru liði og ótrúlegt en satt klikkuðu þær báðar í fyrsta giski, en komust svo í gang. Hægt er að sjá keppnina í heild hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld - Hörð keppni í samkvæmisleik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×