Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson skrifar 13. október 2024 07:03 Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun