„Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 12. október 2024 21:38 Rúnar Ingi er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Diego Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mætti mikið af fólki hérna í kvöld. Þetta var rosalega mikilvæg hátíð fyrir félagið og það er ennþá skemmtilegra að geta gefið öllum þeim sem mættu hérna sigur í gjöf.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik þá skerpum við á nokkrum hlutum og vorum kannski ekki að breyta miklu. Gerðum smá aðlaganir hér og þar á enda action-inu í þeirra leikkerfum en heilt yfir þá vorum við bara aðeins grimmari og meira tilbúnir og við náðum að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ „Svo voru þetta svona litlu atriðin, fráköstuðum gríðarlega vel hérna síðustu fimm mínúturnar og fórum að gera eitthvað allt annað sóknarlega líka.“ „Að búa til sama vígi og sömu stemmningu verður áskorun“ Það kom smá hikst kafli hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta sem hleypti Álftanes aftur inn í leikinn. „Það fór ekkert um mig, bara leiðinlegt að gera þetta svona erfitt. Við vorum búnir að gera virkilega vel varnarlega í þriðja leikhluta og höldum þeim í sextán stigum. Við köstum því eiginlega bara frá okkur og auðvitað er það bæði sóknarleikur og ekki nógu fljótir til baka. Við tókum leikhlé og slökuðum aðeins á og fórum að láta boltann flæða aðeins meira. Þetta var orðið svolítið mikið hnoð og svolítið mikið erfitt.“ Njarðvík náði aftur takti undir lok leiks og Mario Matasovic kveikti í húsinu með frábærri troðslu undir lokin og fékk alla áhorfendur með sér. „Þegar Mario fer hérna endalínuna og treður honum hinu megin við í snúning þá bilaðist allt og ég bilaðist líka hérna á hliðarlínunni. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allt þetta fólk mæti aftur.“ „Við erum að koma úr Ljónagryfjunni sem er minnsta íþróttahús á Íslandi þar sem þú finnur fyrir andardrættinum í áhorfendum. Þannig að búa til í þessu húsi einhvern veginn sama vígi, sömu stemningu verður áskorun fyrir okkur en það er líka það sem ég legg áherslu á við mína leikmenn að þeir hafi gaman af hlutunum og við séum með jákvæða líkamstjáningu og við séum að gera eitthvað sem lætur fólkið vilja koma aftur og spila skemmtilegan körfubolta. Ég vona að við höfum náð því í kvöld.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mætti mikið af fólki hérna í kvöld. Þetta var rosalega mikilvæg hátíð fyrir félagið og það er ennþá skemmtilegra að geta gefið öllum þeim sem mættu hérna sigur í gjöf.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik þá skerpum við á nokkrum hlutum og vorum kannski ekki að breyta miklu. Gerðum smá aðlaganir hér og þar á enda action-inu í þeirra leikkerfum en heilt yfir þá vorum við bara aðeins grimmari og meira tilbúnir og við náðum að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ „Svo voru þetta svona litlu atriðin, fráköstuðum gríðarlega vel hérna síðustu fimm mínúturnar og fórum að gera eitthvað allt annað sóknarlega líka.“ „Að búa til sama vígi og sömu stemmningu verður áskorun“ Það kom smá hikst kafli hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta sem hleypti Álftanes aftur inn í leikinn. „Það fór ekkert um mig, bara leiðinlegt að gera þetta svona erfitt. Við vorum búnir að gera virkilega vel varnarlega í þriðja leikhluta og höldum þeim í sextán stigum. Við köstum því eiginlega bara frá okkur og auðvitað er það bæði sóknarleikur og ekki nógu fljótir til baka. Við tókum leikhlé og slökuðum aðeins á og fórum að láta boltann flæða aðeins meira. Þetta var orðið svolítið mikið hnoð og svolítið mikið erfitt.“ Njarðvík náði aftur takti undir lok leiks og Mario Matasovic kveikti í húsinu með frábærri troðslu undir lokin og fékk alla áhorfendur með sér. „Þegar Mario fer hérna endalínuna og treður honum hinu megin við í snúning þá bilaðist allt og ég bilaðist líka hérna á hliðarlínunni. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allt þetta fólk mæti aftur.“ „Við erum að koma úr Ljónagryfjunni sem er minnsta íþróttahús á Íslandi þar sem þú finnur fyrir andardrættinum í áhorfendum. Þannig að búa til í þessu húsi einhvern veginn sama vígi, sömu stemningu verður áskorun fyrir okkur en það er líka það sem ég legg áherslu á við mína leikmenn að þeir hafi gaman af hlutunum og við séum með jákvæða líkamstjáningu og við séum að gera eitthvað sem lætur fólkið vilja koma aftur og spila skemmtilegan körfubolta. Ég vona að við höfum náð því í kvöld.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira