Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 14:05 Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“ Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“
Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira