Hætt að hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 22:43 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni flokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Þar komu þingmenn Framsóknar saman og ræddu óvæntar vendingar dagsins og næstu skref í ljósi þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið. Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir að nú sé tími til að horfa fram á veginn. Forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ segir Ingibjörg. Hún tekur fram að ákvörðunin hafi komið öllum á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins tekur undir orð Ingibjargar í samtali við Vísi og ítrekar að Framsóknarflokkurinn muni leggja allt sitt undir svo að mikilvæg verkefni verði kláruð áður en blásið verður til kosninga í nóvember. „Það sem ég hef áhyggjur af þegar það eru fjölmörg verkefni sem á eftir að klára, kallar það á gríðarlega samvinnu inn á þingi,“ sagði hann og harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér til að ljúka verkefnunum og nefnir sem dæmi efnahagsmálin. Formennirnir ræddu saman í gær „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga.“ Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun í dag þar sem sagði að ungu Framsóknarfólki blöskri ákvörðun forsætisráðherra og að um heigulshátt væri að ræða. Spurð hvernig þessi orð blasa við þingmönnum Framsóknarflokksins segir Ingibjörg: „Stjórnin hefur frjálsar hendur til að koma með sýnar ályktanir og koma sinni sýn á framfæri. Eins og þetta blasir við okkur núna hafa þessir þrír flokkar verið í samstarfi, við höfum verið að vinna eftir stjórnarsáttmála og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að ljúka verkefninu.“ Alltaf reiðubúin í kosningar Hún tekur fram að Framsóknarflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar. „Núna er kominn tími til þess að hætta hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við. Við erum búin að vinna góða vinna á þessu kjörtímabili. Við höfum skilað góðu verki að okkar mati. Nú er næsta verkefni kosningarnar.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir að nú sé tími til að horfa fram á veginn. Forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ segir Ingibjörg. Hún tekur fram að ákvörðunin hafi komið öllum á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins tekur undir orð Ingibjargar í samtali við Vísi og ítrekar að Framsóknarflokkurinn muni leggja allt sitt undir svo að mikilvæg verkefni verði kláruð áður en blásið verður til kosninga í nóvember. „Það sem ég hef áhyggjur af þegar það eru fjölmörg verkefni sem á eftir að klára, kallar það á gríðarlega samvinnu inn á þingi,“ sagði hann og harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér til að ljúka verkefnunum og nefnir sem dæmi efnahagsmálin. Formennirnir ræddu saman í gær „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga.“ Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun í dag þar sem sagði að ungu Framsóknarfólki blöskri ákvörðun forsætisráðherra og að um heigulshátt væri að ræða. Spurð hvernig þessi orð blasa við þingmönnum Framsóknarflokksins segir Ingibjörg: „Stjórnin hefur frjálsar hendur til að koma með sýnar ályktanir og koma sinni sýn á framfæri. Eins og þetta blasir við okkur núna hafa þessir þrír flokkar verið í samstarfi, við höfum verið að vinna eftir stjórnarsáttmála og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að ljúka verkefninu.“ Alltaf reiðubúin í kosningar Hún tekur fram að Framsóknarflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar. „Núna er kominn tími til þess að hætta hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við. Við erum búin að vinna góða vinna á þessu kjörtímabili. Við höfum skilað góðu verki að okkar mati. Nú er næsta verkefni kosningarnar.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48