Baldur greinir frá flokksskiptunum í aðsendri grein hér á Vísi, sem hann ritar með þeim Arnari Þór og Kára Allanssyni organista.
Áður hafði Arnar Þór ritað grein ásamt þeim Kára og Sveini Hirti Guðfinnssyni. Sveinn Hjörtur var einnig varaborgarfulltrúi Miðflokksins en sagði sig einnig úr flokknum árið 2021.
Baldur, sem er einkaþjálfari að aðalstarfi, sagði sig úr Miðflokknum eftir harðvítugar deilur við Vigdísi Hauksdóttur, sem var eini borgarfulltrúi flokksins á sínum tíma.
Baldur sagðist munu standa við kjör hans með M-lista og sitja út kjörtímabilið, sem lauk hálfu ári eftir að hann sagði sig úr flokknum.
Skömmu eftir að hann tilkynnti úrsögn sína úr Miðflokknum tjáði hann Innherja að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
„Mitt hliðarskref í lífinu var að heillast af Sigmundi Davíð á sínum tíma. Fróðleg og skemmtileg ferð en nú er ég kominn aftur heim,“ sagði Baldur þá. Nú virðist hann aftur vera farinn að heiman.