Blönduð leið líkleg hjá Viðreisn og barátta um oddvitasætin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 15:01 Þingmenn Viðreisnar Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson. Hulda Margrét/Vísir Viðreisnarfólk mun taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á framboðslista á allra næstu dögum. Ekki er ólíklegt að ólíkar leiðir verði farnar við val á lista eftir kjördæmum, prófkjör í sumum og uppstilling í öðrum, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Vænta má að einhver barátta verði um efstu sæti á listum flokksins. „Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira