Ert þú engill? Jón Ingi Bergsteinsson skrifar 14. október 2024 17:32 Englafjárfestar, eða „viðskiptaenglar“, eru hugtök sem sumir hafa heyrt um, en fæstir vita nákvæmlega í hverju það felst. Englafjárfestar eru einstaklingar sem leggja fjármagn í fyrirtæki, oft á byrjunarstigi, með það að markmiði að styðja við nýjar hugmyndir og frumkvöðla sem geta verið að þróa spennandi tækifæri. Englafjárfestingar eru algengar í mörgum löndum þar sem frumkvöðlastarfsemi er í blóma, og þær geta verið afar spennandi fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum til vaxtar og nýsköpunar. Englafjárfestar eru oft fólk með reynslu úr atvinnulífinu, bæði hvað varðar rekstur og fjárfestingar, og hafa áhuga á að hjálpa sprotafyrirtækjum að komast af stað. Þeir veita ekki aðeins fjármagn heldur einnig sína eigin reynslu og tengslanet, sem getur verið ómetanlegt fyrir ungt fyrirtæki. Þessir fjárfestar eru oft tilbúnir að taka meiri áhættu en hefðbundnir fjárfestar og leggja fjármagni í verkefni sem enn eru á frumstigi, þar sem möguleikinn á stórum ávinningi er til staðar. Hvað felst í því að vera englafjárfestir? Englafjárfestar fjárfesta oft á tíðum í fyrirtækjum sem eru ekki enn farin að skila hagnaði eða hafa jafnvel ekki vörur á markaði. Þetta eru fyrirtæki sem eru í þróunarfasa, þar sem hugmyndin er enn að mótast. Englar taka þátt í þessari vegferð með því að leggja fram fjármagn sem hjálpar til við að klára þróunina, koma vöru á markað og byggja upp viðskiptasambönd. Með því að vera fyrsti fjárfestirinn í nýju fyrirtæki getur viðskiptaengill átt mikinn þátt í að tryggja að fyrirtækið nái árangri. Hvers vegna að fjárfesta sem engill? Það eru margar ástæður fyrir því að einstaklingar ákveða að gerast englafjárfestar. Fyrir marga er það möguleikinn á að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, stuðla að nýsköpun og hjálpa frumkvöðlum að láta drauma sína rætast. Aðrir sjá þetta sem tækifæri til að skapa arðbæran ávinning ef fyrirtækið nær miklum árangri. Einnig er spennandi fyrir marga að vera hluti af einhverju sem gæti haft veruleg áhrif á markaðinn eða jafnvel breytt heiminum. Englafjárfestingar bjóða upp á tækifæri til að hafa bein áhrif á framtíðarsýn fyrirtækja og að hjálpa þeim að vaxa. Englar koma oft með fjölbreytta reynslu sem getur verið ómetanleg fyrir frumkvöðla, sérstaklega þegar kemur að því að takast á við áskoranir sem fylgja rekstri ungs fyrirtækis. Hvernig á að byrja? Ef þú hefur áhuga á að gerast englafjárfestir, eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Í fyrsta lagi þarf að skilja áhættuna sem fylgir því að fjárfesta í fyrirtækjum, þá sérstaklega sprotafyrirtækjum. Englafjárfestingar fela í sér verulega áhættu, þar sem mörg sprotafyrirtæki ná ekki að lifa af fyrstu árin. Það er því mikilvægt að vera tilbúinn að geta hugsanlega tapað því fjármagni sem fjárfest er, ef illa gengur. Í öðru lagi er mikilvægt að hafa skýra stefnu á því hverskonar fyrirtækjum þú ætlar að fjárfesta í, hversu mikið, og hve mörgum. Síðast en ekki síst, er mikilvægt að sjá til þess að fjármagn sem þú leggur í englafjárfestingar sé aðeins hluti af þínu eiginfé og hluti af breiðari fjárfestingastefnu. Þegar þú hefur ákveðið að hefja englafjárfestingar, getur verið gagnlegt að tengjast öðrum fjárfestum og tengslanetum, og læra að setja þér stefnu og markmið. Það getur verið mikill ávinningur á að nýta sér slíkt tengslanet. Þannig er hægt að deila áhættu og fá ráðgjöf frá öðrum fjárfestum. Englafjárfestingar eru ekki fyrir alla, en fyrir þá sem hafa áhuga á að styðja við nýsköpun, hjálpa frumkvöðlum að vaxa og eru tilbúnir til að taka áhættu, geta þær verið afar spennandi. Það er einstakt tækifæri að vera hluti af vegferð ungra fyrirtækja og hjálpa þeim að breyta hugmyndum sínum í raunveruleika. Ef þú hefur áhuga á að læra meira um englafjárfestingar og hvernig þú getur tekið þátt, þá eru ýmsar leiðir til að byrja, þar á meðal með því að leita til tengslaneta og samtaka sem styðja við viðskiptaengla. Kannski ertu nú þegar engill, eða kannski ertu rétt að byrja að íhuga það. Hvað sem því líður, þá eru englafjárfestingar göfug leið til að hafa jákvæð áhrif, skapa breytingar og, með heppni, fá mikinn fjárhagslegan ávinning á sama tíma. Svo, ert þú engill? Höfundur er stofnandi og stjórnarformaður IceBAN - Íslenskir englafjárfestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Englafjárfestar, eða „viðskiptaenglar“, eru hugtök sem sumir hafa heyrt um, en fæstir vita nákvæmlega í hverju það felst. Englafjárfestar eru einstaklingar sem leggja fjármagn í fyrirtæki, oft á byrjunarstigi, með það að markmiði að styðja við nýjar hugmyndir og frumkvöðla sem geta verið að þróa spennandi tækifæri. Englafjárfestingar eru algengar í mörgum löndum þar sem frumkvöðlastarfsemi er í blóma, og þær geta verið afar spennandi fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum til vaxtar og nýsköpunar. Englafjárfestar eru oft fólk með reynslu úr atvinnulífinu, bæði hvað varðar rekstur og fjárfestingar, og hafa áhuga á að hjálpa sprotafyrirtækjum að komast af stað. Þeir veita ekki aðeins fjármagn heldur einnig sína eigin reynslu og tengslanet, sem getur verið ómetanlegt fyrir ungt fyrirtæki. Þessir fjárfestar eru oft tilbúnir að taka meiri áhættu en hefðbundnir fjárfestar og leggja fjármagni í verkefni sem enn eru á frumstigi, þar sem möguleikinn á stórum ávinningi er til staðar. Hvað felst í því að vera englafjárfestir? Englafjárfestar fjárfesta oft á tíðum í fyrirtækjum sem eru ekki enn farin að skila hagnaði eða hafa jafnvel ekki vörur á markaði. Þetta eru fyrirtæki sem eru í þróunarfasa, þar sem hugmyndin er enn að mótast. Englar taka þátt í þessari vegferð með því að leggja fram fjármagn sem hjálpar til við að klára þróunina, koma vöru á markað og byggja upp viðskiptasambönd. Með því að vera fyrsti fjárfestirinn í nýju fyrirtæki getur viðskiptaengill átt mikinn þátt í að tryggja að fyrirtækið nái árangri. Hvers vegna að fjárfesta sem engill? Það eru margar ástæður fyrir því að einstaklingar ákveða að gerast englafjárfestar. Fyrir marga er það möguleikinn á að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, stuðla að nýsköpun og hjálpa frumkvöðlum að láta drauma sína rætast. Aðrir sjá þetta sem tækifæri til að skapa arðbæran ávinning ef fyrirtækið nær miklum árangri. Einnig er spennandi fyrir marga að vera hluti af einhverju sem gæti haft veruleg áhrif á markaðinn eða jafnvel breytt heiminum. Englafjárfestingar bjóða upp á tækifæri til að hafa bein áhrif á framtíðarsýn fyrirtækja og að hjálpa þeim að vaxa. Englar koma oft með fjölbreytta reynslu sem getur verið ómetanleg fyrir frumkvöðla, sérstaklega þegar kemur að því að takast á við áskoranir sem fylgja rekstri ungs fyrirtækis. Hvernig á að byrja? Ef þú hefur áhuga á að gerast englafjárfestir, eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Í fyrsta lagi þarf að skilja áhættuna sem fylgir því að fjárfesta í fyrirtækjum, þá sérstaklega sprotafyrirtækjum. Englafjárfestingar fela í sér verulega áhættu, þar sem mörg sprotafyrirtæki ná ekki að lifa af fyrstu árin. Það er því mikilvægt að vera tilbúinn að geta hugsanlega tapað því fjármagni sem fjárfest er, ef illa gengur. Í öðru lagi er mikilvægt að hafa skýra stefnu á því hverskonar fyrirtækjum þú ætlar að fjárfesta í, hversu mikið, og hve mörgum. Síðast en ekki síst, er mikilvægt að sjá til þess að fjármagn sem þú leggur í englafjárfestingar sé aðeins hluti af þínu eiginfé og hluti af breiðari fjárfestingastefnu. Þegar þú hefur ákveðið að hefja englafjárfestingar, getur verið gagnlegt að tengjast öðrum fjárfestum og tengslanetum, og læra að setja þér stefnu og markmið. Það getur verið mikill ávinningur á að nýta sér slíkt tengslanet. Þannig er hægt að deila áhættu og fá ráðgjöf frá öðrum fjárfestum. Englafjárfestingar eru ekki fyrir alla, en fyrir þá sem hafa áhuga á að styðja við nýsköpun, hjálpa frumkvöðlum að vaxa og eru tilbúnir til að taka áhættu, geta þær verið afar spennandi. Það er einstakt tækifæri að vera hluti af vegferð ungra fyrirtækja og hjálpa þeim að breyta hugmyndum sínum í raunveruleika. Ef þú hefur áhuga á að læra meira um englafjárfestingar og hvernig þú getur tekið þátt, þá eru ýmsar leiðir til að byrja, þar á meðal með því að leita til tengslaneta og samtaka sem styðja við viðskiptaengla. Kannski ertu nú þegar engill, eða kannski ertu rétt að byrja að íhuga það. Hvað sem því líður, þá eru englafjárfestingar göfug leið til að hafa jákvæð áhrif, skapa breytingar og, með heppni, fá mikinn fjárhagslegan ávinning á sama tíma. Svo, ert þú engill? Höfundur er stofnandi og stjórnarformaður IceBAN - Íslenskir englafjárfestar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar