Varnarmaðurinn öflugi Aidan Hutchinson meiddist illa á fæti í leiknum við það að fella leikstjórnanda Kúrekanna, Dak Prescott.
Nú er komið ljós að fóturinn hjá Hutchinson fór í tvennt rétt fyrir ofan ökkla því bæði sköflungurinn og dálkurinn brotnuðu hjá honum.
Hutchinson verður því skiljanlega ekki meira með á þessu tímabili. Hann verður sex til átta mánuði að ná sér en nær sér vonandi að fullu enda frábær leikmaður.
Lions liðið hefur verið að spila mjög vel en það er ljóst að áfall eins og að missa einn besta varnarmann NFL mun minnka sigurlíkur liðsins á leiktíðinni.
Bæði leikmenn Lions og Cowboys söfnuðust í kringum Hutchinson á meðan læknaliðið hugaði að honum. Hann var fluttur á sjúkrahús í Dallas og fór strax í aðgerð.