Eigandi Clippers með mikla áherslu á fjölda klósetta í nýjustu höll NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 14:02 Steve Ballmer er oft mjög líflegur á hliðarlínunni hjá Los Angeles Clippers. Hann er körfuboltaáhugamaður fram í fingurgóma. Getty/Kevork Djansezian Steve Ballmer hefur verið eigandi NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Clippers í tíu ár og hefur nú séð til þess að félagið er loksins komið í sína eigin höll. Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira