Verður þér skipt út fyrir kynlífstæki? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 15. október 2024 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Í hverri viku berast mér allskonar spurningar um kynlífstæki, hér er ein: „Er eðlilegt að fá bara fullnægingu með kynlífstækjum? Sama hvað ég reyni á ég erfiðara með að fá það í kynlífi með öðrum en fæ það mjög snögglega þegar ég er ein!“ - 34 ára kona Hvað er eðlilegt? Við erum stöðugt að bera okkur saman við aðra eða miða okkur við eitthvað ósýnilegt handrit um kynlíf. Í þessu handriti er markmiðið í kynlífi fullnæging, helst þar sem báðir aðilar fá fullnægingu á sama tíma í miðjum samförum. Þegar okkar upplifun er á einhvern hátt öðruvísi er stutt í skömm og einmitt þennan ótta um að vera ekki eðlileg. Það eru mjög mörg sem tengja við það að geta ekki fengið fullnægingu nema með örvun frá kynlífstæki og það er ekkert óeðlilegt við það. Það er líka í góðu lagi að vilja stundum fá það bara snögglega! Skoðum hvað getur verið að hafa áhrif á það að við fáum frekar fullnægingu með aðstoð kynlífstækja. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er ekkert óeðlilegt við það að geta einungis upplifað fullnægingu út frá örvun með kynlífstækjum.Vísir/Getty Kynlífstæki hvort sem þau eru notuð í kynlífi með maka/bólfélaga eða á meðan við erum ein að stunda sjálfsfróun eru hönnuð til að veita örvun. Kynlífstæki eru sum ætluð píkum, sum ætluð typpum og önnur fyrir endaþarmsörvun. Þau veita stöðuga örvun sem beinist beint að því svæði sem við notum kynlífstækið á. Einnig örva þau gjarnan akkúrat á þann máta sem þér finnst gott að láta örva þitt kynfæri eða endaþarm. Oft er hægt að hækka eða lækka styrkinn eða breyta um takt. Sum tæki soga á meðan önnur víbra. Með kynlífstækjum er hægt að kynnast því hvað þér finnst gott og hvernig örvun virkar best fyrir þig! Kynlífstæki geta verið skemmtileg leið til að prófa eitthvað nýtt! Að lokum eru kynfærin okkar misnæm. Sum þurfa meiri örvun á meðan önnur þurfa minni. Ef við tengjum við það að þurfa meiri örvun geta kynlífstæki verið frábær leið til að koma okkur þangað! Af hverju er stundum auðveldara að fá fullnægingu ein með kynlífstæki á meðan það getur verið flóknara að fá það með maka/bólfélaga? Nú er gott að spyrja sig: hvernig er það ólíkt að stunda sjálfsfróun ein eða stunda kynlíf með öðrum? Mjög margt getur haft áhrif á það hvernig okkur líður í kynlífi með öðrum. Við getum átt erfiðara með að fókusera á okkar unað. Mögulega vegna streitu, frammistöðukvíða, ólíkra væntinga eða vegna líkamsímyndar. Þegar þú ert ein í sjálfsfróun veistu nákvæmlega hvað þú vilt en með öðrum þarf að miðla, sýna eða leiðbeina. Hefur þú rætt hvað þér finnst gott? Eða hvernig þér finnst gott að láta snerta þig? Minnihluti kvenna og fólks með píku fær fullnægingu í gegnum samfarir. Það er mikilvægt að kynlíf snúist þá líka um það sem veitir þér sem mesta örvun hvort sem það eru munnmök eða notkun kynlífstækja. Rannsóknir hafa sýnt að það tekur konur og fólk með píku að meðaltali 13 mínútur að fá fullnægingu í kynlífi með öðrum. Það að kyssast heitt og innilega, örva allan líkamann, veita munnmök og örvun snípsins geta spilað þar lykilþátt. Er óþolinmæði að spila inn í? Gefðu þér tíma! Það í góðu lagi að þú þurfir góðan tíma til að kveikja á þinni löngun og fyrir líkamann að bregðast við. Kynlífstæki geta reynst vel til að kynnast því hvað hentar þér í kynlífi og hvað þér finnst gott.Vísir/Getty Í raun er markmiðið í kynlífi ekki fullnæging. Það er í góðu lagi að fá ekki fullnægingu en ef þú vilt fá það með maka/bólfélaga væri gott fyrsta skref að ræða kynlífið ykkar. Jafnvel fróa ykkur saman og þá má grípa tækifærið til að leiðbeina og sýna viðkomandi hvað virkar best fyrir þig. Síðan er ágætt að skoða hvort kynlífstæki megi ekki bara vera hluti af ykkar kynlífi? Fyrir þá maka/bólfélaga sem óttast að kynlífstækið leysi ykkur af hólmi, andið djúpt! Þó að maki fái ekki fullnægingu í kynlífinu segir það ekkert endilega neitt um þig, kynlífið eða sambandið. Ræðið saman og skoðið hvort það sé eitthvað sem þið gætuð verið að gera öðruvísi. Ef niðurstaðan er sú að maki þinn mun áfram þurfa þessa auka örvun skaltu treysta því að þér verði ekki skipt út fyrir kynlífstækið. Að leika sér saman með kynlífstækin er mun skemmtilegri nálgun en að upplifa sig vera í samkeppni við þau! Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir Þreyttur á stefnumótaöppum: „Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er einhleypur og orðinn þreyttur á stefnumótaöppum! Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“- 35 ára karl 8. október 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Á að pína sig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi? Spurning barst frá lesenda: „Þunglyndi, kvíði, atvinnuleysi allt svo svart og enginn áhugi á kynlífi. Er hrædd um að maðurinn minn muni halda fram hjá mér! Á ég að pína mig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi?“ - 42 ára kona. 1. október 2024 20:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Hvað er eðlilegt? Við erum stöðugt að bera okkur saman við aðra eða miða okkur við eitthvað ósýnilegt handrit um kynlíf. Í þessu handriti er markmiðið í kynlífi fullnæging, helst þar sem báðir aðilar fá fullnægingu á sama tíma í miðjum samförum. Þegar okkar upplifun er á einhvern hátt öðruvísi er stutt í skömm og einmitt þennan ótta um að vera ekki eðlileg. Það eru mjög mörg sem tengja við það að geta ekki fengið fullnægingu nema með örvun frá kynlífstæki og það er ekkert óeðlilegt við það. Það er líka í góðu lagi að vilja stundum fá það bara snögglega! Skoðum hvað getur verið að hafa áhrif á það að við fáum frekar fullnægingu með aðstoð kynlífstækja. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er ekkert óeðlilegt við það að geta einungis upplifað fullnægingu út frá örvun með kynlífstækjum.Vísir/Getty Kynlífstæki hvort sem þau eru notuð í kynlífi með maka/bólfélaga eða á meðan við erum ein að stunda sjálfsfróun eru hönnuð til að veita örvun. Kynlífstæki eru sum ætluð píkum, sum ætluð typpum og önnur fyrir endaþarmsörvun. Þau veita stöðuga örvun sem beinist beint að því svæði sem við notum kynlífstækið á. Einnig örva þau gjarnan akkúrat á þann máta sem þér finnst gott að láta örva þitt kynfæri eða endaþarm. Oft er hægt að hækka eða lækka styrkinn eða breyta um takt. Sum tæki soga á meðan önnur víbra. Með kynlífstækjum er hægt að kynnast því hvað þér finnst gott og hvernig örvun virkar best fyrir þig! Kynlífstæki geta verið skemmtileg leið til að prófa eitthvað nýtt! Að lokum eru kynfærin okkar misnæm. Sum þurfa meiri örvun á meðan önnur þurfa minni. Ef við tengjum við það að þurfa meiri örvun geta kynlífstæki verið frábær leið til að koma okkur þangað! Af hverju er stundum auðveldara að fá fullnægingu ein með kynlífstæki á meðan það getur verið flóknara að fá það með maka/bólfélaga? Nú er gott að spyrja sig: hvernig er það ólíkt að stunda sjálfsfróun ein eða stunda kynlíf með öðrum? Mjög margt getur haft áhrif á það hvernig okkur líður í kynlífi með öðrum. Við getum átt erfiðara með að fókusera á okkar unað. Mögulega vegna streitu, frammistöðukvíða, ólíkra væntinga eða vegna líkamsímyndar. Þegar þú ert ein í sjálfsfróun veistu nákvæmlega hvað þú vilt en með öðrum þarf að miðla, sýna eða leiðbeina. Hefur þú rætt hvað þér finnst gott? Eða hvernig þér finnst gott að láta snerta þig? Minnihluti kvenna og fólks með píku fær fullnægingu í gegnum samfarir. Það er mikilvægt að kynlíf snúist þá líka um það sem veitir þér sem mesta örvun hvort sem það eru munnmök eða notkun kynlífstækja. Rannsóknir hafa sýnt að það tekur konur og fólk með píku að meðaltali 13 mínútur að fá fullnægingu í kynlífi með öðrum. Það að kyssast heitt og innilega, örva allan líkamann, veita munnmök og örvun snípsins geta spilað þar lykilþátt. Er óþolinmæði að spila inn í? Gefðu þér tíma! Það í góðu lagi að þú þurfir góðan tíma til að kveikja á þinni löngun og fyrir líkamann að bregðast við. Kynlífstæki geta reynst vel til að kynnast því hvað hentar þér í kynlífi og hvað þér finnst gott.Vísir/Getty Í raun er markmiðið í kynlífi ekki fullnæging. Það er í góðu lagi að fá ekki fullnægingu en ef þú vilt fá það með maka/bólfélaga væri gott fyrsta skref að ræða kynlífið ykkar. Jafnvel fróa ykkur saman og þá má grípa tækifærið til að leiðbeina og sýna viðkomandi hvað virkar best fyrir þig. Síðan er ágætt að skoða hvort kynlífstæki megi ekki bara vera hluti af ykkar kynlífi? Fyrir þá maka/bólfélaga sem óttast að kynlífstækið leysi ykkur af hólmi, andið djúpt! Þó að maki fái ekki fullnægingu í kynlífinu segir það ekkert endilega neitt um þig, kynlífið eða sambandið. Ræðið saman og skoðið hvort það sé eitthvað sem þið gætuð verið að gera öðruvísi. Ef niðurstaðan er sú að maki þinn mun áfram þurfa þessa auka örvun skaltu treysta því að þér verði ekki skipt út fyrir kynlífstækið. Að leika sér saman með kynlífstækin er mun skemmtilegri nálgun en að upplifa sig vera í samkeppni við þau!
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir Þreyttur á stefnumótaöppum: „Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er einhleypur og orðinn þreyttur á stefnumótaöppum! Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“- 35 ára karl 8. október 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Á að pína sig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi? Spurning barst frá lesenda: „Þunglyndi, kvíði, atvinnuleysi allt svo svart og enginn áhugi á kynlífi. Er hrædd um að maðurinn minn muni halda fram hjá mér! Á ég að pína mig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi?“ - 42 ára kona. 1. október 2024 20:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Þreyttur á stefnumótaöppum: „Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er einhleypur og orðinn þreyttur á stefnumótaöppum! Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“- 35 ára karl 8. október 2024 20:00
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01
Á að pína sig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi? Spurning barst frá lesenda: „Þunglyndi, kvíði, atvinnuleysi allt svo svart og enginn áhugi á kynlífi. Er hrædd um að maðurinn minn muni halda fram hjá mér! Á ég að pína mig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi?“ - 42 ára kona. 1. október 2024 20:00