Kennarar gengu út og mótmæla orðum borgarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 14:44 Kennarar vísuðu í slagorð Framsóknar í sveitarstjórnarkosningunum við mótmælin. Vísir/Vilhelm Fjölmargir kennarar í Reykjavík komu saman til mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 til að láta í ljós óánægju sína vegna ummæla Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Meðal þeirra sem mótmæla eru kennarar í Hagaskóla sem lögðu niður störf á öðrum tímanum í dag til að mæta á mótmælin. Vegna þessa féll kennsla í síðustu tímum dagsins í skólanum niður að því er fram kom í tölvupósti til forráðamanna barna í skólanum. Dagur ræðir við fólkið. Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur hlýðir á Dag.Vísir/vilhelm „Einar er ekki bara best að kjósa nýjan borgarstjóra?“ stóð á einu skilti sem kennarar mættu með í Ráðhús Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, ræddi við kennara en Einar Þorsteinsson borgarstjóri er staddur á ráðstefnu í Mexíkó. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ voru ummæli Einars á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í síðustu viku sem féllu ekki í góðan jarðveg hjá kennarastéttinni. Fólk hafði ýmislegt við forseta borgarstjórnar og aðra borgarfulltrúa að ræða. Gert var hlé á fundi borgarstjórnar til að ræða við kennara.Vísir/vilhelm Í aðsendri grein á Vísi í gær sagði borgarstjóri að það væri einfaldlega hans skoðun að tímabært væri og nauðsynlegt að umræða fari fram um menntun og skólakerfið með opnum huga. „Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum,“ segir Einar.Kennarar standa í kjarabaráttu og hafa boðað til verkfalls í níu skólum í lok október. Samninganefndir funda með sveitarfélögunum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Kristín Björnsson kennari og Dagur B. Eggertsson takast í hendur.Vísir/Vilhelm Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Tengdar fréttir Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir sér þykja það leitt að ummæli sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafi verið túlkuð á þann veg að hann beri ekki virðingu fyrir störfum kennara. 14. október 2024 19:52 „Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Meðal þeirra sem mótmæla eru kennarar í Hagaskóla sem lögðu niður störf á öðrum tímanum í dag til að mæta á mótmælin. Vegna þessa féll kennsla í síðustu tímum dagsins í skólanum niður að því er fram kom í tölvupósti til forráðamanna barna í skólanum. Dagur ræðir við fólkið. Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur hlýðir á Dag.Vísir/vilhelm „Einar er ekki bara best að kjósa nýjan borgarstjóra?“ stóð á einu skilti sem kennarar mættu með í Ráðhús Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, ræddi við kennara en Einar Þorsteinsson borgarstjóri er staddur á ráðstefnu í Mexíkó. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ voru ummæli Einars á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í síðustu viku sem féllu ekki í góðan jarðveg hjá kennarastéttinni. Fólk hafði ýmislegt við forseta borgarstjórnar og aðra borgarfulltrúa að ræða. Gert var hlé á fundi borgarstjórnar til að ræða við kennara.Vísir/vilhelm Í aðsendri grein á Vísi í gær sagði borgarstjóri að það væri einfaldlega hans skoðun að tímabært væri og nauðsynlegt að umræða fari fram um menntun og skólakerfið með opnum huga. „Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum,“ segir Einar.Kennarar standa í kjarabaráttu og hafa boðað til verkfalls í níu skólum í lok október. Samninganefndir funda með sveitarfélögunum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Kristín Björnsson kennari og Dagur B. Eggertsson takast í hendur.Vísir/Vilhelm
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Tengdar fréttir Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir sér þykja það leitt að ummæli sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafi verið túlkuð á þann veg að hann beri ekki virðingu fyrir störfum kennara. 14. október 2024 19:52 „Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir sér þykja það leitt að ummæli sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafi verið túlkuð á þann veg að hann beri ekki virðingu fyrir störfum kennara. 14. október 2024 19:52
„Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent