Kennarar gengu út og mótmæla orðum borgarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 14:44 Kennarar vísuðu í slagorð Framsóknar í sveitarstjórnarkosningunum við mótmælin. Vísir/Vilhelm Fjölmargir kennarar í Reykjavík komu saman til mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 til að láta í ljós óánægju sína vegna ummæla Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Meðal þeirra sem mótmæla eru kennarar í Hagaskóla sem lögðu niður störf á öðrum tímanum í dag til að mæta á mótmælin. Vegna þessa féll kennsla í síðustu tímum dagsins í skólanum niður að því er fram kom í tölvupósti til forráðamanna barna í skólanum. Dagur ræðir við fólkið. Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur hlýðir á Dag.Vísir/vilhelm „Einar er ekki bara best að kjósa nýjan borgarstjóra?“ stóð á einu skilti sem kennarar mættu með í Ráðhús Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, ræddi við kennara en Einar Þorsteinsson borgarstjóri er staddur á ráðstefnu í Mexíkó. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ voru ummæli Einars á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í síðustu viku sem féllu ekki í góðan jarðveg hjá kennarastéttinni. Fólk hafði ýmislegt við forseta borgarstjórnar og aðra borgarfulltrúa að ræða. Gert var hlé á fundi borgarstjórnar til að ræða við kennara.Vísir/vilhelm Í aðsendri grein á Vísi í gær sagði borgarstjóri að það væri einfaldlega hans skoðun að tímabært væri og nauðsynlegt að umræða fari fram um menntun og skólakerfið með opnum huga. „Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum,“ segir Einar.Kennarar standa í kjarabaráttu og hafa boðað til verkfalls í níu skólum í lok október. Samninganefndir funda með sveitarfélögunum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Kristín Björnsson kennari og Dagur B. Eggertsson takast í hendur.Vísir/Vilhelm Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Tengdar fréttir Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir sér þykja það leitt að ummæli sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafi verið túlkuð á þann veg að hann beri ekki virðingu fyrir störfum kennara. 14. október 2024 19:52 „Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Meðal þeirra sem mótmæla eru kennarar í Hagaskóla sem lögðu niður störf á öðrum tímanum í dag til að mæta á mótmælin. Vegna þessa féll kennsla í síðustu tímum dagsins í skólanum niður að því er fram kom í tölvupósti til forráðamanna barna í skólanum. Dagur ræðir við fólkið. Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur hlýðir á Dag.Vísir/vilhelm „Einar er ekki bara best að kjósa nýjan borgarstjóra?“ stóð á einu skilti sem kennarar mættu með í Ráðhús Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, ræddi við kennara en Einar Þorsteinsson borgarstjóri er staddur á ráðstefnu í Mexíkó. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ voru ummæli Einars á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í síðustu viku sem féllu ekki í góðan jarðveg hjá kennarastéttinni. Fólk hafði ýmislegt við forseta borgarstjórnar og aðra borgarfulltrúa að ræða. Gert var hlé á fundi borgarstjórnar til að ræða við kennara.Vísir/vilhelm Í aðsendri grein á Vísi í gær sagði borgarstjóri að það væri einfaldlega hans skoðun að tímabært væri og nauðsynlegt að umræða fari fram um menntun og skólakerfið með opnum huga. „Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum,“ segir Einar.Kennarar standa í kjarabaráttu og hafa boðað til verkfalls í níu skólum í lok október. Samninganefndir funda með sveitarfélögunum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Kristín Björnsson kennari og Dagur B. Eggertsson takast í hendur.Vísir/Vilhelm
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Tengdar fréttir Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir sér þykja það leitt að ummæli sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafi verið túlkuð á þann veg að hann beri ekki virðingu fyrir störfum kennara. 14. október 2024 19:52 „Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir sér þykja það leitt að ummæli sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafi verið túlkuð á þann veg að hann beri ekki virðingu fyrir störfum kennara. 14. október 2024 19:52
„Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. 14. október 2024 11:08
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20