Húsnæðismarkaðurinn: Leiðin frá öryggi til græðgi Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar 15. október 2024 15:00 Hér er lítil, stutt saga (en samt risastór) um þróun fasteignamarkaðarins hér á landi frá aldamótum. Saga um markaðsöfl sem sleppt var lausum inn á fasteignamarkaðinn, skref fyrir skref, og hvernig markaðurinn hefur síðan verið bæði lagfærður og jafnvel "lög"færður á þann hátt sem hentar fjárfestum umfram almenningi. Samhliða þessari þróun hefur öryggisneti þjóðarinnar smám saman verið velt yfir á lögmál fjármálamarkaðarins, sem hefur farið fram úr sér í græðgi, þannig að nú þarf ríkissjóður að niðurgreiða bæði leigu og kaup á fasteignum. Þessi þróun, sem hófst við aldamótin, hefur verið sniðin að þörfum nýfrjálshyggjunnar, með stuðningi valda flokka sem hafa verið við völd að mestu frá þeim tíma og greinilega gleymdu að nýfrjálshyggjan virkar ekki hér sem annars staðar, eða var þetta með ráðum gert ? Hér eru helstu skrefin: Rétt fyrir aldamót: Lög sem fólu Hagstofunni það verkefni að ákvarða hækkun leiguverðs í tengslum við neysluvísitölu voru afnumin. Um aldamótin 2000: Verkamannabústaðakerfið aflagt. Félagslegt húsnæði, sem var öryggisnet fyrir fjölda fjölskyldna, var um 11% af heildar húsnæði á þessum tíma. 2003: Lögum um lóðasölu sveitarfélaga breytt. Heimilt varð að selja lóðir til tekjuöflunar og til hæstbjóðanda, sem var fráhvarf frá þeirri stefnu að lóðir væru réttindi borgaranna til að byggja sér heimili. Þetta hefur leitt til þess að lóðaverð er nú yfir 20% af kostnaði við kaup á íbúðum, en var áður um 3-4%. Í aðdraganda hrunsins (2000-2008): Innkoma 90% fasteignalána jók eftirspurn gríðarlega á húsnæðismarkaði og bjó til aukinn þrýsting á verðmyndun. Í kjölfar hrunsins (eftir 2008): Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín, sem ásamt eignum varnarliðsins voru notaðar til að stofna stór leigufélög. Þetta hafði gríðarleg áhrif á þróun verðs á fasteignamarkaði. 2010: Þéttingarstefnan formlega tekin upp í Reykjavík. Áhersla lögð á að nýta betur land innan borgarmarkanna til að mæta íbúafjölgun, á kostnað nýrra byggingarsvæða í útjaðri borgarinnar, sem leiddi af sér mun dýrari íbúðir og uppbyggingu alfarið á forsendum fjárfesta, langt frá þörfum borgarbúa. 2016: Þáverandi stjórn Samtaka leigjenda sendi erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við misnotkun á húsnæðismarkaði. Leigufélögin höfðu þá hafið uppkaup á húsnæði gagngert til þess að hækka fasteignaverð, sem var síðan notað til að réttlæta sífellt hærra leiguverð. 2022: Staðan á félagslegu húsnæði, öryggisneti fátækasta fólksins okkar, var komin í 3.7% úr 11% á einu kynslóðarbili. 2024: Síðasti þéttingarreitur borgarinnar skipulagður. Í borginni eru til íbúðir til sölu sem ekki seljast því þær eru einfaldlega of dýrar, enda byggðar á sem dýrastan máta, á dýrasta stað, með öllum hugsanlegum gjöldum. Alls ekki byggt samkvæmt þörfum, heldur eftir þörfum markaðarins, sem vill selja sem dýrastar íbúðir. Hafa ber eftirfarandi í huga: Um aldamót voru lægstu laun skattfrjáls og fjöldi íbúða í boði á eðlilegu verði. Sem dæmi þá er hægt að fara inn á tímarit.is og sjá fjöldann allan af tveggja herbergja íbúðum frá þeim tíma auglýstar til sölu á 4-6 milljónir króna. Við sjáum ekki slíkar íbúðir undir 50 milljónum í dag, oftast á bilinu 60 til 70 milljónir. Lágmarkslaun um aldamót voru um 110.000 krónur, þótt þau hafi ekki verið lögfest, en tillaga um að festa þau í 112.000 krónur var lögð fram á Alþingi þá. Í dag eru lágmarkslaun um 380.000 krónur. Þarna sér hver maður að gríðarleg gliðnun hefur átt sér stað á þróun launa og fasteignaverðs, auk þess sem um 70.000 krónur dragast nú frá lágmarkslaunum í skatta sem gerir samanburðinn enn verri. Svo er það umhugsunarefni hvernig sumum fjárfestum er hyglað umfram aðra. Það er ef þú fjárfestir í leiguhúsnæði þá ekki bara ertu skattfrjáls (leigjandinn borgar skattana), heldur færðu líka niðurgreiðslu frá ríkinu í formi leigubóta sem um helmingur venjulegs fólks á leigumarkaði fær til að niðurgreiða allt of háa leigu, sama i hvaða samhengi það leiguverð er skoðað. Niðurstaða: Það ætti að liggja ljóst fyrir eftir þessa þróunarsögu græðgi og yfirgangs á fasteignamarkaði að fjárfestum er ekki treystandi fyrir grunnþörfum almennings. Þvert á móti. Má spyrja sig hvort almenningur sé ekki bara að átta sig á þessu? Að það sé stór hluti ástæðu þess að þeir 2 flokkar sem langmesta ábyrgð bera á ástandinu eru varla svipur hjá sjón miðað við fyrri frægðar daga. Höfundur er félagi í leigjenda samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér er lítil, stutt saga (en samt risastór) um þróun fasteignamarkaðarins hér á landi frá aldamótum. Saga um markaðsöfl sem sleppt var lausum inn á fasteignamarkaðinn, skref fyrir skref, og hvernig markaðurinn hefur síðan verið bæði lagfærður og jafnvel "lög"færður á þann hátt sem hentar fjárfestum umfram almenningi. Samhliða þessari þróun hefur öryggisneti þjóðarinnar smám saman verið velt yfir á lögmál fjármálamarkaðarins, sem hefur farið fram úr sér í græðgi, þannig að nú þarf ríkissjóður að niðurgreiða bæði leigu og kaup á fasteignum. Þessi þróun, sem hófst við aldamótin, hefur verið sniðin að þörfum nýfrjálshyggjunnar, með stuðningi valda flokka sem hafa verið við völd að mestu frá þeim tíma og greinilega gleymdu að nýfrjálshyggjan virkar ekki hér sem annars staðar, eða var þetta með ráðum gert ? Hér eru helstu skrefin: Rétt fyrir aldamót: Lög sem fólu Hagstofunni það verkefni að ákvarða hækkun leiguverðs í tengslum við neysluvísitölu voru afnumin. Um aldamótin 2000: Verkamannabústaðakerfið aflagt. Félagslegt húsnæði, sem var öryggisnet fyrir fjölda fjölskyldna, var um 11% af heildar húsnæði á þessum tíma. 2003: Lögum um lóðasölu sveitarfélaga breytt. Heimilt varð að selja lóðir til tekjuöflunar og til hæstbjóðanda, sem var fráhvarf frá þeirri stefnu að lóðir væru réttindi borgaranna til að byggja sér heimili. Þetta hefur leitt til þess að lóðaverð er nú yfir 20% af kostnaði við kaup á íbúðum, en var áður um 3-4%. Í aðdraganda hrunsins (2000-2008): Innkoma 90% fasteignalána jók eftirspurn gríðarlega á húsnæðismarkaði og bjó til aukinn þrýsting á verðmyndun. Í kjölfar hrunsins (eftir 2008): Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín, sem ásamt eignum varnarliðsins voru notaðar til að stofna stór leigufélög. Þetta hafði gríðarleg áhrif á þróun verðs á fasteignamarkaði. 2010: Þéttingarstefnan formlega tekin upp í Reykjavík. Áhersla lögð á að nýta betur land innan borgarmarkanna til að mæta íbúafjölgun, á kostnað nýrra byggingarsvæða í útjaðri borgarinnar, sem leiddi af sér mun dýrari íbúðir og uppbyggingu alfarið á forsendum fjárfesta, langt frá þörfum borgarbúa. 2016: Þáverandi stjórn Samtaka leigjenda sendi erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við misnotkun á húsnæðismarkaði. Leigufélögin höfðu þá hafið uppkaup á húsnæði gagngert til þess að hækka fasteignaverð, sem var síðan notað til að réttlæta sífellt hærra leiguverð. 2022: Staðan á félagslegu húsnæði, öryggisneti fátækasta fólksins okkar, var komin í 3.7% úr 11% á einu kynslóðarbili. 2024: Síðasti þéttingarreitur borgarinnar skipulagður. Í borginni eru til íbúðir til sölu sem ekki seljast því þær eru einfaldlega of dýrar, enda byggðar á sem dýrastan máta, á dýrasta stað, með öllum hugsanlegum gjöldum. Alls ekki byggt samkvæmt þörfum, heldur eftir þörfum markaðarins, sem vill selja sem dýrastar íbúðir. Hafa ber eftirfarandi í huga: Um aldamót voru lægstu laun skattfrjáls og fjöldi íbúða í boði á eðlilegu verði. Sem dæmi þá er hægt að fara inn á tímarit.is og sjá fjöldann allan af tveggja herbergja íbúðum frá þeim tíma auglýstar til sölu á 4-6 milljónir króna. Við sjáum ekki slíkar íbúðir undir 50 milljónum í dag, oftast á bilinu 60 til 70 milljónir. Lágmarkslaun um aldamót voru um 110.000 krónur, þótt þau hafi ekki verið lögfest, en tillaga um að festa þau í 112.000 krónur var lögð fram á Alþingi þá. Í dag eru lágmarkslaun um 380.000 krónur. Þarna sér hver maður að gríðarleg gliðnun hefur átt sér stað á þróun launa og fasteignaverðs, auk þess sem um 70.000 krónur dragast nú frá lágmarkslaunum í skatta sem gerir samanburðinn enn verri. Svo er það umhugsunarefni hvernig sumum fjárfestum er hyglað umfram aðra. Það er ef þú fjárfestir í leiguhúsnæði þá ekki bara ertu skattfrjáls (leigjandinn borgar skattana), heldur færðu líka niðurgreiðslu frá ríkinu í formi leigubóta sem um helmingur venjulegs fólks á leigumarkaði fær til að niðurgreiða allt of háa leigu, sama i hvaða samhengi það leiguverð er skoðað. Niðurstaða: Það ætti að liggja ljóst fyrir eftir þessa þróunarsögu græðgi og yfirgangs á fasteignamarkaði að fjárfestum er ekki treystandi fyrir grunnþörfum almennings. Þvert á móti. Má spyrja sig hvort almenningur sé ekki bara að átta sig á þessu? Að það sé stór hluti ástæðu þess að þeir 2 flokkar sem langmesta ábyrgð bera á ástandinu eru varla svipur hjá sjón miðað við fyrri frægðar daga. Höfundur er félagi í leigjenda samtökunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun