Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:31 Íslenska landsliðið er vel sett með markverði. vísir/anton/getty Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira