Frá þessu greinir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í stuttri færslu á Facebook. „Til hamingju, frábæra og duglega samninganefnd!“ segir hún.
Skrifað var undir samninginn aðfaranótt 3. október síðastliðins eftir nokkuð stífar samningaviðræður. Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga.