Bráðamóttaka LSH Þorbjörn Valur Jóhannsson skrifar 16. október 2024 08:03 Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar