Eftir að ráðherrar VG ákváðu að taka ekki þátt í starfsstjórninni liggur fyrir að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skipta með sér verkum.
Einnig fylgjumst við með ársþingi ASÍ sem fram fer í dag en formaður ASÍ gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í opnunarávarpi sínu og sagði menn vera að hlaupast frá verkefninu nú þegar loks sjái til sólar.
Að auki verður fjallað um nýja úttekt Evrópuráðsins sem vill stuðla að frekari sameiningu sveitarfélaga hér á landi og veita Reykjavík meiri sérstöðu sem höfuðborg.