Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Anna Lára Steindal skrifar 16. október 2024 15:31 Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun