Skýr skilaboð um að hún vilji verða formaður Árni Sæberg og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 16. október 2024 18:17 Þórdís Kolbrún að loknum ríkisstjórnarfundi. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, vera skýr skilaboð um að hún sé reiðubúin að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar þar að kemur. Þórdís Kolbrún ræddi við fréttamenn áður en hún gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. Á fundinum var ákveðið að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson myndu skipta á milli sín ráðuneytum VG, sem gert er ráð fyrir að verði staðfest á ríkissráðsfundi á morgun. Fyrir fund var Þórdís Kolbrún spurð út tilkynningu hennar í dag um að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi í stað Norðvesturkjördæmis og taka þar annað sæti á lista Sjálfstæðismann, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar sækist hún eftir sæti Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ég hef sagt það skýrt að það er í fyrsta lagi spurningin um hvar ég geri mest gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir hans,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún hafi sömuleiðis verið búsett í Kópavogi síðastliðin áratug. „Mér fannst þetta vera tímapunkturinn, þótt þetta sé ekki atburðarásin sem ég sá fyrir mér.“ Það sé samt sem áður erfitt að kveðja norðvesturkjördæmi. „Ég er þarna fædd og uppalin og er það sem ég er vegna þess. Ég mun sakna þess en ég hætti ekkert að vera Skagamaður. Ég berst auðvitað fyrir landið allt og hagsmunum þess á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, hún á við í norðvesturkjördæmi eins og í suðvesturkjördæmi. Vonandi fæ ég bara áfram umboð til að sinna mínum störfum.“ Hún segist tilbúin að leiða bæði listann og flokkinn ef til þess kemur að Bjarni stígi til hliðar. „Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. En maður tekur eitt skref í einu.“ Viðtalið við Þórdísi er í heild sinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Þórdís Kolbrún ræddi við fréttamenn áður en hún gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. Á fundinum var ákveðið að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson myndu skipta á milli sín ráðuneytum VG, sem gert er ráð fyrir að verði staðfest á ríkissráðsfundi á morgun. Fyrir fund var Þórdís Kolbrún spurð út tilkynningu hennar í dag um að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi í stað Norðvesturkjördæmis og taka þar annað sæti á lista Sjálfstæðismann, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar sækist hún eftir sæti Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ég hef sagt það skýrt að það er í fyrsta lagi spurningin um hvar ég geri mest gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir hans,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún hafi sömuleiðis verið búsett í Kópavogi síðastliðin áratug. „Mér fannst þetta vera tímapunkturinn, þótt þetta sé ekki atburðarásin sem ég sá fyrir mér.“ Það sé samt sem áður erfitt að kveðja norðvesturkjördæmi. „Ég er þarna fædd og uppalin og er það sem ég er vegna þess. Ég mun sakna þess en ég hætti ekkert að vera Skagamaður. Ég berst auðvitað fyrir landið allt og hagsmunum þess á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, hún á við í norðvesturkjördæmi eins og í suðvesturkjördæmi. Vonandi fæ ég bara áfram umboð til að sinna mínum störfum.“ Hún segist tilbúin að leiða bæði listann og flokkinn ef til þess kemur að Bjarni stígi til hliðar. „Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. En maður tekur eitt skref í einu.“ Viðtalið við Þórdísi er í heild sinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira