Redda smokkar málunum? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 17. október 2024 08:02 Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Á Íslandi hefur fjöldi nýsmita kynsjúkdóma farið vaxandi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá landlækni fjölgaði t.d. nýsmitum lekanda og sárasótt á árunum 2022-2023, en fjöldi klamydíusýkinga stóð í stað. Í samfélagi þar sem kynfræðsla virðist ávallt vera tabú kemur það í raun ekki á óvart að þetta sé staðan. Ungt fólk kallar eftir aukinni kynfræðslu. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá en það er enn óljóst hver eigi að sjá um hana og heildstæð kennsluskrá vantar. Í almennri umræðu um kynfræðslu má greina ákveðinn ótta. Kynfræðslunni er settar allskonar skorður sem gerir það að verkum að ungt fólk fær oft ekki þá fræðslu sem þau þurfa! Mikilvægt er að fræða ungt fólk um kynheilbrigði með upplýsingum byggðum á faglegri og gagnreyndri þekkingu, og að teknu tilliti til aldurs og þroska hópsins. Ungt fólk í dag þarf að þekkja smitleiðir helstu kynsjúkdóma, hafa aðgang að öruggum getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, þau þurfa að læra á líkama sinn, geta virt mörk og gefið samþykki. Samhliða gríðarlega auknu aðgengi að klámi og kynferðislegu efni þarf ungt fólk einnig að hafa læsi á það klámefni sem það sér. Sama hvort þau sjá það vegna þess að þau leita það markvisst uppi eða sjá það óviljandi eða einhver annar sýni þeim það. Líkt og annað miðlalæsi þurfa þau að fá verkfæri í hendurnar til þess að geta metið hvað er raunverulegt og hvað ekki, fyrir hverja efnið er framleitt og af hverjum. Að auki er mikilvægt að byggja upp traust, svo börn og ungmenni leiti til okkar fullorðna fólksins, sjái þau kynferðislegt efni sem vekur hjá þeim spurningar. Auk þessa vill ungt fólk fræðast um sjálfróun, fullnægingar, snípinn, útferð, sexting, tíðarhringinn, heilbrigð og óheilbrigð samskipti, píku, typpi, hinseginleikann, virðingu, ofbeldi, endaþarminn, kynsjúkdóma og klám. Þau þurfa oft speglun varðandi líðan sína og hvort það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt. Heildstætt og gott námsefni fyrir kynfræðslu sem tryggir það að nemendur um allt land fái góða og fordómalausa kynfræðslu er lykilatriði, og til viðbótar við það viljum við að sjálfsögðu tryggja aðgengi ungs fólks að smokkum! Höfundur er kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga -viðburðarviku á vegum Kynís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Á Íslandi hefur fjöldi nýsmita kynsjúkdóma farið vaxandi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá landlækni fjölgaði t.d. nýsmitum lekanda og sárasótt á árunum 2022-2023, en fjöldi klamydíusýkinga stóð í stað. Í samfélagi þar sem kynfræðsla virðist ávallt vera tabú kemur það í raun ekki á óvart að þetta sé staðan. Ungt fólk kallar eftir aukinni kynfræðslu. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá en það er enn óljóst hver eigi að sjá um hana og heildstæð kennsluskrá vantar. Í almennri umræðu um kynfræðslu má greina ákveðinn ótta. Kynfræðslunni er settar allskonar skorður sem gerir það að verkum að ungt fólk fær oft ekki þá fræðslu sem þau þurfa! Mikilvægt er að fræða ungt fólk um kynheilbrigði með upplýsingum byggðum á faglegri og gagnreyndri þekkingu, og að teknu tilliti til aldurs og þroska hópsins. Ungt fólk í dag þarf að þekkja smitleiðir helstu kynsjúkdóma, hafa aðgang að öruggum getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, þau þurfa að læra á líkama sinn, geta virt mörk og gefið samþykki. Samhliða gríðarlega auknu aðgengi að klámi og kynferðislegu efni þarf ungt fólk einnig að hafa læsi á það klámefni sem það sér. Sama hvort þau sjá það vegna þess að þau leita það markvisst uppi eða sjá það óviljandi eða einhver annar sýni þeim það. Líkt og annað miðlalæsi þurfa þau að fá verkfæri í hendurnar til þess að geta metið hvað er raunverulegt og hvað ekki, fyrir hverja efnið er framleitt og af hverjum. Að auki er mikilvægt að byggja upp traust, svo börn og ungmenni leiti til okkar fullorðna fólksins, sjái þau kynferðislegt efni sem vekur hjá þeim spurningar. Auk þessa vill ungt fólk fræðast um sjálfróun, fullnægingar, snípinn, útferð, sexting, tíðarhringinn, heilbrigð og óheilbrigð samskipti, píku, typpi, hinseginleikann, virðingu, ofbeldi, endaþarminn, kynsjúkdóma og klám. Þau þurfa oft speglun varðandi líðan sína og hvort það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt. Heildstætt og gott námsefni fyrir kynfræðslu sem tryggir það að nemendur um allt land fái góða og fordómalausa kynfræðslu er lykilatriði, og til viðbótar við það viljum við að sjálfsögðu tryggja aðgengi ungs fólks að smokkum! Höfundur er kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga -viðburðarviku á vegum Kynís.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun