Körfubolti

Pavel um bestu liðin í deildinni: Ég sé tæki­færi fyrir KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon svöruðu spurningum frá Stefáni Árna Pálssyni í Framlengingunni.
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon svöruðu spurningum frá Stefáni Árna Pálssyni í Framlengingunni. Stöð 2 Sport

Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru vel yfir málin í síðasta þætti af Bónus Körfuboltakvöldi karla og það var margt tekið fyrir í framlengingunni.

Þriðja umferð Bónus deildar karla hefst með fjórum leikjum í kvöld en spennan hefur verið mikil í mörgum leikjum í upphafi leiktíðar.

Í síðasta þætti fékk Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld, þá Pavel og Helga til að svara nokkrum spurningum eftir að öll lið höfðu klárað tvo leiki.

Þeir ræddu meðal annars hvað sé besta liðið eftir þessa tvo leiki.

„Stjarnan er best en svo kemur bara gat fyrir mér,“ sagði Pavel Ermolinskij sem er ekki ánægður með liðin sem Körfuboltakvöld hefur verið að tala upp eins og Valur, Keflavík, Álftanes og jafnvel Grindavík.

„Þetta er kannski mjög heitt en ég sé tækifæri fyrir KR til þess að segja: Á meðan þið eru að finna út úr þessu þá ætlum við að taka þetta sæti fyrir aftan Stjörnuna. Ég er það jákvæður,“ sagði Pavel Ermolinskij.

Spurningarnar eru annars eftirtaldar:

Getur Höttur tekið næsta skref?

Hvaða lið þarf að skipta um kana strax í gær?

Hvaða lið er best eftir tvær umferðir?

Hvaða lið missir af úrslitakeppninni?

Það má sjá umræðuna og svörin hér fyrir neðan.

Klippa: Framlengingin í Körfuboltakvöldi: Svöruðu spurningum eftir aðra umferðina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×