Eins og AirBnb og Uber en fyrir tónlistarkennslu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 08:48 Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Aðsend Fjárfestingasjóðurinn Frumtak, ásamt hópi fjárfesta, hefur fjárfest fyrir 330 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Í tilkynningu segir að Moombix sé ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu með því að tengja saman nemendur og kennara um allan heim. Moombix var stofnað af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur frumkvöðli og tónlistarkonu. Margrét er tónlistarmenntuð og stundaði nám við the Royal Academy of Music í London. Moombix er markaðstorg og kennslurými fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu, þar sem nemendur geta lært tónlist frá reyndum kennurum og tónlistarfólki hvar sem er í heiminum. „Við viljum skapa vettvang sem gerir tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu eða reynslu. Moombix er fyrir alla þá sem elska tónlist og vilja dýpka þekkingu sína, taka fyrstu skrefin að læra á hljóðfæri, semja sína eigin tónlist eða reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hefðbundin tónlistarkennsla er fyrst og fremst ætluð fyrir börn á skólaaldri og hafa því fullorðnir haft takmarkaða möguleika til að læra. Við viljum koma til móts við þennan hóp, auka aðgengi að tónlistarkennslu og byggja kennsluna meira á forsendum nemendanna“, segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Hér má sjá hvað tekur við þegar fólk skráir sig inn á Moonbix.Aðsend Í tilkynningu segir að Moombix megi líkja við AirBnB eða Uber en í heimi tónlistar. Þar megi finna fjölbreytt úrval tónlistarkennara sem kenna ólíkar tónlistagreinar. Allt frá kennslu klassískra hljóðfæra til kennslu á tónsmíða- og plötusnúðaforrit. Þá segir að við þróun Moombix hafi fullorðnir notendur verið hafðir í huga sem ekki hafi tíma til að binda sig við hefðbundna tónlistarkennslu en hafa áhuga á að læra tónlist þegar þeim hentar. Tónlistariðkun sé lífsstíll „Hugmyndin er að tónlistariðkun sé eins konar lífsstíll rétt eins og að fara í jógatíma, læra á gönguskíði, spila golf eða læra tungumál á netinu.“ Eins og er bjóða um 200 kennarar upp á kennslu í Moombix. Þar á meðal tónlistarmenn sem tilnefndir hafa verið til Grammy verðlaunanna og sem hafa starfað með Massive Attack og Kylie Minogue. Tónlistarkennarar stjórna sínum eigin kennslustundum, tekjum og kennslutíma. „Við hjá Frumtaki erum mjög spennt að styðja Moombix í sókn sinni á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur möguleika á að geta gjörbylt tónlistarkennslu með auknum sveigjanleika og aðgengi fyrir nemendur og kennara. Með þessu móti er hægt að laða til sín kennara og tónlistarfólk sem vill stjórna sínum tíma sjálft og geta kennt hvar sem er í heiminum“, segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtaks Venture. Nýsköpun Tækni Bretland Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Moombix var stofnað af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur frumkvöðli og tónlistarkonu. Margrét er tónlistarmenntuð og stundaði nám við the Royal Academy of Music í London. Moombix er markaðstorg og kennslurými fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu, þar sem nemendur geta lært tónlist frá reyndum kennurum og tónlistarfólki hvar sem er í heiminum. „Við viljum skapa vettvang sem gerir tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu eða reynslu. Moombix er fyrir alla þá sem elska tónlist og vilja dýpka þekkingu sína, taka fyrstu skrefin að læra á hljóðfæri, semja sína eigin tónlist eða reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hefðbundin tónlistarkennsla er fyrst og fremst ætluð fyrir börn á skólaaldri og hafa því fullorðnir haft takmarkaða möguleika til að læra. Við viljum koma til móts við þennan hóp, auka aðgengi að tónlistarkennslu og byggja kennsluna meira á forsendum nemendanna“, segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Hér má sjá hvað tekur við þegar fólk skráir sig inn á Moonbix.Aðsend Í tilkynningu segir að Moombix megi líkja við AirBnB eða Uber en í heimi tónlistar. Þar megi finna fjölbreytt úrval tónlistarkennara sem kenna ólíkar tónlistagreinar. Allt frá kennslu klassískra hljóðfæra til kennslu á tónsmíða- og plötusnúðaforrit. Þá segir að við þróun Moombix hafi fullorðnir notendur verið hafðir í huga sem ekki hafi tíma til að binda sig við hefðbundna tónlistarkennslu en hafa áhuga á að læra tónlist þegar þeim hentar. Tónlistariðkun sé lífsstíll „Hugmyndin er að tónlistariðkun sé eins konar lífsstíll rétt eins og að fara í jógatíma, læra á gönguskíði, spila golf eða læra tungumál á netinu.“ Eins og er bjóða um 200 kennarar upp á kennslu í Moombix. Þar á meðal tónlistarmenn sem tilnefndir hafa verið til Grammy verðlaunanna og sem hafa starfað með Massive Attack og Kylie Minogue. Tónlistarkennarar stjórna sínum eigin kennslustundum, tekjum og kennslutíma. „Við hjá Frumtaki erum mjög spennt að styðja Moombix í sókn sinni á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur möguleika á að geta gjörbylt tónlistarkennslu með auknum sveigjanleika og aðgengi fyrir nemendur og kennara. Með þessu móti er hægt að laða til sín kennara og tónlistarfólk sem vill stjórna sínum tíma sjálft og geta kennt hvar sem er í heiminum“, segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtaks Venture.
Nýsköpun Tækni Bretland Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent