Rósa sækist eftir þriðja sætinu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 12:44 Rósa hefur verið í bæjarpólitík um árabil en ætlar nú í landsmálin. Aðsend Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. Rósa hættir sem bæjarstjóri um áramótin þegar Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnafirði tekur við sem bæjarstjóri í samræmi við samkomulag sem gert var í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga. „Eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði í rúm 10 ár og átt þannig þátt í því að koma flokknum í meirihluta í bæjarstjórn eftir langt hlé, vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan árangur í komandi kosningum,“ segir Rósa. Hún segist telja að reynsla hennar sem bæjarfulltrúi í 18 ár, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í rúm 6 ár, muni nýtast vel í landsmálunum. „Mín störf sýna að ég hef fylgt grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar af einurð sem birtist meðal annars í ábyrgri fjármálastjórn, frelsi til athafna, skattalækkunum, skilningi á því að velferð sé ekki tryggð nema með öflugu atvinnulífi og virðingu fyrir skattfé almennings.“ Slegist um sætin í Suðvestur Keppst verður um sætin á lista flokksins í kjördæminu. Þegar hafa þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón Gunnarsson gefið út að þau sækist eftir 2. sæti og er gert ráð fyrir að Bjarni Benediktsson muni leiða listann í kjördæminu eins og hann hefur gert síðustu ár. Óli Björn Kárason ætlar ekki fram í þetta sinn en hann var í 4. sæti á lista í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Rósa hættir sem bæjarstjóri um áramótin þegar Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnafirði tekur við sem bæjarstjóri í samræmi við samkomulag sem gert var í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga. „Eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði í rúm 10 ár og átt þannig þátt í því að koma flokknum í meirihluta í bæjarstjórn eftir langt hlé, vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan árangur í komandi kosningum,“ segir Rósa. Hún segist telja að reynsla hennar sem bæjarfulltrúi í 18 ár, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í rúm 6 ár, muni nýtast vel í landsmálunum. „Mín störf sýna að ég hef fylgt grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar af einurð sem birtist meðal annars í ábyrgri fjármálastjórn, frelsi til athafna, skattalækkunum, skilningi á því að velferð sé ekki tryggð nema með öflugu atvinnulífi og virðingu fyrir skattfé almennings.“ Slegist um sætin í Suðvestur Keppst verður um sætin á lista flokksins í kjördæminu. Þegar hafa þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón Gunnarsson gefið út að þau sækist eftir 2. sæti og er gert ráð fyrir að Bjarni Benediktsson muni leiða listann í kjördæminu eins og hann hefur gert síðustu ár. Óli Björn Kárason ætlar ekki fram í þetta sinn en hann var í 4. sæti á lista í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13
Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20