Stuðningur fjölskyldunnar ekki sjálfsagður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2024 16:05 Hrafnhildur bar sigur úr býtum í Ungfrú Ísland árið 2022. Hrafnhildur Haraldsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fer fram í Manila í Filipseyjum, þann 9. nóvember næstkomandi. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022 og er talin afar sigurstrangleg í keppninni ytra þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds. Ungfrú Ísland Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds.
Ungfrú Ísland Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira