Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2024 17:46 Alma Möller landlæknir hefur tekið stökkið í pólitíkina. vísir Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. „Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira