Miðbær með skautasvelli byggður í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2024 14:03 Mikil spennan og eftirvænting er hjá íbúum í Þorlákshöfn og í nágrenninu fyrir miðbænum enda mættu fjölmargir á kynningarfundinn í vikunni. Aðsend Stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn fyrir nokkra milljarða króna en þar á að fara að byggja miðbæ í einkaframkvæmd. Skautasvell verður hluti af nýja miðbænum. Boðað var til kynningarfundar í vikunni um nýja miðbæinn en hugmyndirnar féll vel í flesta fundarmenn og urðu töluverðar umræður um þetta mikla og stóra verkefni. Fyrir þá sem þekkja ekki til í Þorlákshöfn þá verður miðbærinn á svæðinu hægra megin við umferðarljósin þegar keyrt er inn í bæinn við Selvogsbrautina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir hér miðbænum, sem á að fara að byggja en Þorlákshöfn hefur stækkað mjög mikið á síðustu árum. „Og er nú svo komið að það er orðin þörf fyrir svona lifandi vettvang fyrir bæði fólk að sýna sig og sjá aðra og efla í kringum það bæði mannlíf og menningu og skapa vettvang fyrir þjónustufyrirtæki, bæði verslanir, veitingastaði og þetta, sem við þekkjum í sterkum miðbæjum og út á það ganga þessar hugmyndir,“ segir Elliði og bætir við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er mjög spenntur eins og aðrir íbúar sveitarfélgsins fyrir nýja miðbænum, sem á að byggja upp í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður að sumuleyti nokkuð klassískur miðbær með verslanir og þjónusturými á jarðhæðum og það er gert ráð fyrir hóteli í miðbænum líka, íbúðum að hluta til á efri hæðum. Torgið sjálft er mjög svona milt og manneskjulegt. Svo höfum við hug á því að ganga þannig frá svæðinu að yfir vetrartímann getum við rekið skautasvell á torginu.“ Elliði segir að kostnaðurinn við miðbæinn hlaupi á einhverjum milljörðum króna, jafnvel tugi milljörðum en verkið verður unnið í einkaframkvæmd af félaginu Arnarhvoli . Hann segir að framkvæmdir hefjist í vetur með byggingu fyrstu húsanna. „Fólk tekur mjög vel í þetta. Það var alveg frábær mæting á kynningarfundinn og við höfum fengið ábendingar um ýmislegt, sem tengist eftir það þannig að þetta er unnið í mjög góðu samstarfi við bæði framkvæmdaaðilann og íbúa og auðvitað hlökkum við mikið til,“ segir Elliði. Skautasvell verður í miðbænum yfir vetrartímann og skiltið, „Hamingjan er hér“ verður að sjálfsögðu á staðnum.Aðsend Ölfus Byggingariðnaður Skautaíþróttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Boðað var til kynningarfundar í vikunni um nýja miðbæinn en hugmyndirnar féll vel í flesta fundarmenn og urðu töluverðar umræður um þetta mikla og stóra verkefni. Fyrir þá sem þekkja ekki til í Þorlákshöfn þá verður miðbærinn á svæðinu hægra megin við umferðarljósin þegar keyrt er inn í bæinn við Selvogsbrautina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir hér miðbænum, sem á að fara að byggja en Þorlákshöfn hefur stækkað mjög mikið á síðustu árum. „Og er nú svo komið að það er orðin þörf fyrir svona lifandi vettvang fyrir bæði fólk að sýna sig og sjá aðra og efla í kringum það bæði mannlíf og menningu og skapa vettvang fyrir þjónustufyrirtæki, bæði verslanir, veitingastaði og þetta, sem við þekkjum í sterkum miðbæjum og út á það ganga þessar hugmyndir,“ segir Elliði og bætir við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er mjög spenntur eins og aðrir íbúar sveitarfélgsins fyrir nýja miðbænum, sem á að byggja upp í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður að sumuleyti nokkuð klassískur miðbær með verslanir og þjónusturými á jarðhæðum og það er gert ráð fyrir hóteli í miðbænum líka, íbúðum að hluta til á efri hæðum. Torgið sjálft er mjög svona milt og manneskjulegt. Svo höfum við hug á því að ganga þannig frá svæðinu að yfir vetrartímann getum við rekið skautasvell á torginu.“ Elliði segir að kostnaðurinn við miðbæinn hlaupi á einhverjum milljörðum króna, jafnvel tugi milljörðum en verkið verður unnið í einkaframkvæmd af félaginu Arnarhvoli . Hann segir að framkvæmdir hefjist í vetur með byggingu fyrstu húsanna. „Fólk tekur mjög vel í þetta. Það var alveg frábær mæting á kynningarfundinn og við höfum fengið ábendingar um ýmislegt, sem tengist eftir það þannig að þetta er unnið í mjög góðu samstarfi við bæði framkvæmdaaðilann og íbúa og auðvitað hlökkum við mikið til,“ segir Elliði. Skautasvell verður í miðbænum yfir vetrartímann og skiltið, „Hamingjan er hér“ verður að sjálfsögðu á staðnum.Aðsend
Ölfus Byggingariðnaður Skautaíþróttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira