Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 13:39 Grindavík verður aðgengileg almenningi frá og með klukkan sex í fyrramálið. Vísir/Sigurjón Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur tilkynnti síðastliðinn miðvikudag bærinn yrði opinn almenningi en hann hafði verið lokaður öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Þó með þeim fyrirvara að hættustigi kunni að verða lýst aftur yfir vegna jarðhræringa. Sjá einnig: Opna Grindavík öllum eftir helgi Nefndin vísaði til þess að bærinn væri á lægsta almannavarnastigi og að stór hluti hans væri alveg óraskaður. Framkvæmdir hefðu átt sér stað í sumar við kortlagningu hættusvæða, að fylla í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu segir að gera megi ráð fyrir að það sé áhugi á því að sjá hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafi haft á svæðið, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila sem hafi hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn. Í ljósi þess brýnir Ferðamálastofa fyrir fólki að sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt sé að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Taka þurfi tillit til þess að þegar farið sé um svæðið í Efrahópi, sem hraun rann yfir í janúar, að þar hafi fjölskyldur misst aleigu sína. „Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin,“ segir á vef Ferðamálastofu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur tilkynnti síðastliðinn miðvikudag bærinn yrði opinn almenningi en hann hafði verið lokaður öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Þó með þeim fyrirvara að hættustigi kunni að verða lýst aftur yfir vegna jarðhræringa. Sjá einnig: Opna Grindavík öllum eftir helgi Nefndin vísaði til þess að bærinn væri á lægsta almannavarnastigi og að stór hluti hans væri alveg óraskaður. Framkvæmdir hefðu átt sér stað í sumar við kortlagningu hættusvæða, að fylla í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu segir að gera megi ráð fyrir að það sé áhugi á því að sjá hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafi haft á svæðið, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila sem hafi hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn. Í ljósi þess brýnir Ferðamálastofa fyrir fólki að sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt sé að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Taka þurfi tillit til þess að þegar farið sé um svæðið í Efrahópi, sem hraun rann yfir í janúar, að þar hafi fjölskyldur misst aleigu sína. „Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin,“ segir á vef Ferðamálastofu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira