Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 13:39 Grindavík verður aðgengileg almenningi frá og með klukkan sex í fyrramálið. Vísir/Sigurjón Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur tilkynnti síðastliðinn miðvikudag bærinn yrði opinn almenningi en hann hafði verið lokaður öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Þó með þeim fyrirvara að hættustigi kunni að verða lýst aftur yfir vegna jarðhræringa. Sjá einnig: Opna Grindavík öllum eftir helgi Nefndin vísaði til þess að bærinn væri á lægsta almannavarnastigi og að stór hluti hans væri alveg óraskaður. Framkvæmdir hefðu átt sér stað í sumar við kortlagningu hættusvæða, að fylla í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu segir að gera megi ráð fyrir að það sé áhugi á því að sjá hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafi haft á svæðið, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila sem hafi hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn. Í ljósi þess brýnir Ferðamálastofa fyrir fólki að sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt sé að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Taka þurfi tillit til þess að þegar farið sé um svæðið í Efrahópi, sem hraun rann yfir í janúar, að þar hafi fjölskyldur misst aleigu sína. „Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin,“ segir á vef Ferðamálastofu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur tilkynnti síðastliðinn miðvikudag bærinn yrði opinn almenningi en hann hafði verið lokaður öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Þó með þeim fyrirvara að hættustigi kunni að verða lýst aftur yfir vegna jarðhræringa. Sjá einnig: Opna Grindavík öllum eftir helgi Nefndin vísaði til þess að bærinn væri á lægsta almannavarnastigi og að stór hluti hans væri alveg óraskaður. Framkvæmdir hefðu átt sér stað í sumar við kortlagningu hættusvæða, að fylla í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu segir að gera megi ráð fyrir að það sé áhugi á því að sjá hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafi haft á svæðið, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila sem hafi hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn. Í ljósi þess brýnir Ferðamálastofa fyrir fólki að sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt sé að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Taka þurfi tillit til þess að þegar farið sé um svæðið í Efrahópi, sem hraun rann yfir í janúar, að þar hafi fjölskyldur misst aleigu sína. „Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin,“ segir á vef Ferðamálastofu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira