Tillaga kjörnefndar að framboðslista flokksins var samþykkt á fundi kjördæmisráðs í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Efstu fimm sætin á listanum byggjast á röðun sem fram fór fyrr í dag og sæti sex til tuttugu á tillögu kjörnefndar.
Jens Garðar hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni á fundi kjördæmaráðs, en Njáll Trausti skipaði fyrsta sætið á lista flokksins í kosningum 2021. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið.
Framboðslistinn í heild sinni:
- Jens Garðar Helgason, Fjarðabyggð
- Njáll Trausti Friðbertsson, Akureyri
- Berglind Harpa Svavarsdóttir, Múlaþingi
- Jón Þór Kristjánsson, Akureyri
- Telma Ósk Þórhallsdóttir, Akureyri
- Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvíkurbyggð
- Þorsteinn Kristjánsson, Akureyri
- Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþing
- Barbara Izabela Kubielas, Fjarðabyggð
- Baldur Helgi Benjamínsson, Eyjafjarðarsveit
- Jóna Jónsdóttir, Akureyri
- Einar Freyr Guðmundsson, Múlaþingi
- Auður Olga Arnarsdóttir, Dalvíkurbyggð
- Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Fjallabyggð
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason, Akureyri
- Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Fjarðabyggð
- Freydís Anna Ingvarsdóttir, Þingeyjarsveit
- Tómas Atli Einarsson, Fjallabyggð
- Kristinn Frímann Árnason, Hrísey
- Helgi Ólafsson, Norðurþingi